Hermann Stefánsson [1] (1904-83)

Hermann Stefánsson var mun þekktari sem framámaður í íþróttakennslu og tengdum málum á Akureyri en sem tónlistarmaður, en hann söng oft einsöng á skemmtunum og tónleikum norðan heiða og víðar. Hermann var fæddur á Grenivík snemma árs 1904 en fluttist til Akureyrar og bjó þar alla ævi síðan. Hann fór í íþróttakennaranám til Danmerkur sem…

Geysiskvartettinn (1968-90)

Geysiskvartettinn á Akureyri naut nokkurra vinælda á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, hann var nokkurs konar afsprengi Karlakórsins Geysis og sendi frá sér plötu sem síðar var endurútgefin og aukin að efni. Kvartettinn mun hafa verið stofnaður fyrr hálfgerða tilviljun en það var árið 1968 er Æskulýðssamband kirkjunnar í Hólastifti var að vinna að…

Tónlistarbandalag Akureyrar [félagsskapur] (1945-)

Tónlistarbandalag Akureyrar var stofnað í því skyni að efla tónlistarlíf í höfuðstað Norðurlands og koma að stofnun Tónlistarskóla Akureyrar sem enn er starfandi í dag. Það voru Tónlistarfélag Akureyrar, Karlakórinn Geysir, Kantötukór Akureyrar, Lúðrasveit Akureyrar og Karlakór Akureyrar sem komu að stofnun Tónlistarbandalags Akureyrar haustið 1945, m.a. með það að markmiði að stofna tónlistarskóla sem…

Ingimundur Árnason (1895-1964)

Ingimundur Árnason kórstjórnandi var mikils metinn í tónlistarlífi Akureyringa meðan hans naut við en segja má að hann hafi byggt upp karlakóramenningu bæjarins. Ingimundur sem fæddist á Grenivík árið 1895 lærði á orgel í æsku og tónlistaráhugi hans og -hæfileikar urðu til þess að hann var orðinn organisti í heimabyggð fyrir fermingu. Um tvítugt stjórnaði…

Karlakórinn Geysir [1] (1912-14)

Karlakórinn Geysir, söngfélagið eða jafnvel karlmannasöngfélagið eins og það var einnig stundum nefnt, starfaði um tveggja ára skeið í Íslendingabyggðum í Winnipeg, snemma á síðustu öld. Halldór Þórólfsson var stjórnandi þessa Íslendingakórs sem stofnaður var haustið 1912 og samanstóð af um tuttugu og fimm söngmönnum. Geysir hafði á stefnuskrá sinni að æfa og flytja mestmegnis…

Landskórið (1930)

Landskór[ið] var hundrað og fimmtíu manna karlakór sem söng á Alþingishátíðinni 1930. Þessi kór innihélt meðlimi úr kórum innan Sambands íslenskra karlakóra sem þá var nýstofnað. Þessir kórar voru Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Ísafjarðar, Stúdentakórinn (Söngfélag stúdenta), Karlakór KFUM, Karlakórinn Geysir og Karlakórinn Vísir. Sigurður Birkis og Jón Halldórsson önnuðust æfingar og stjórn kórsins. Tveggja laga…

Kom blíða tíð! – Jólatónleikar í Akureyrarkirkju 11. desember

Brátt kemur hin blíða tíð jólanna og þá ætla félagar í Karlakór Akureyrar – Geysi að leggja sitt af mörkum og efna til jólatónleika á aðventu. Á tónleikunum verða sungnir jólasöngvar úr ýmsum áttum, bæði innlendir og erlendir, rólegir og hátíðlegir söngvar en einnig léttir og fjörugir. Jólatónleikar í Akureyrarkirkju eru ákaflega hátíðleg stund. Tónleikar…