Hirosima (um 1970)

Hljómsveitin Hirosima starfaði á Siglufirði um og upp úr 1970, ekki liggur þó fyrir hversu lengi, sveitin lék líklega upphaflega hefðbundið bítlarokk en þróaðist svo yfir í progrokk og varð mun þyngri. Meðlimir Hirosima voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Ingólfsson söngvari og bassaleikari, Sigurður Hólmsteinsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson gítarleikari. Eiður Örn Eiðsson (X-izt,…

Sounds (um 1965)

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar starfaði hljómsveit nokkurra unglinga á Siglufirði undir nafninu Sounds. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Guðmundur Víðir Vilhjálmsson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Hjálmar Jónsson harmonikkuleikari og Jónas Halldórsson söngvari. Sveitin gæti að einhverju leyti hafa haft The Shadows að fyrirmynd þar eð flest laganna sem hún lék munu…

Enterprise (1966-70)

Á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar var starfandi hljómsveit á Siglufirði sem bar heitið Enterprise. Sveitin var stofnsett 1966 eða 67 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Kristján Elíasson trommuleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Björn Birgisson og Jóhann Skarphéðinsson [bassaleikari?]. Guðmundur Ingólfsson gítarleikari og Guðmundur Ragnarsson komu svo í stað þeirra Kristjáns (Haukssonar) og…

Hljómsveit Kristjáns Elíassonar (1945)

Í raun hefur Hljómsveit Kristjáns Elíassonar aldrei verið til en Svavar Gests segir frá því í bók sinni, Hugsað upphátt að tónlistarmaður að nafni Kristján Elíasson hafi komið að máli við þá sem önnuðust ráðningar í Ingólfskaffi 1945 og boðist til að útvega þeim fjögurra manna hljómsveit fyrir helming þess verðs sem eðlilegt þótti. Þeir…

Hljómsveit Olferts Nåby (1935)

Danskur tónlistarmaður, Olfert Nåby (Naaby) starfrækti hér á landi hljómsveit árið 1935 sem starfaði á Siglufirði mitt á miðjum síldarárunum, hana skipuðu Jóhannes Eggertsson sellóleikari, Kristján Elíasson harmonikkuleikari og Olav Dypdal harmonikkuleikari, auk Nåbys sem lék á píanó.