Hughrif [2] (2015)

Hljómsveitin Hughrif kom frá ýmsum þéttbýlisstöðum á Suðurlandi árið 2015 og keppti þá í Músíktilraunum en sveitin hafði verið stofnuð fáeinum vikum fyrir tilraunirnar og hafði reyndar þá hljóðritað tvö lög sem finna má á Youtube. Meðlimir sveitarinnar, sem var sjö manna voru Hörður Alexander Eggertsson píanóleikari, Sóley Sævarsdóttir Meyer söngkona, Kristján Gíslason hljómborðsleikari, Axel…

Herramenn [2] (1988-)

Hljómsveitin Herramenn frá Sauðárkróki sló raunverulega í gegn árið 1988 eftir góðan árangur í Músíktilraunum Tónabæjar en fylgdi þeim árangri ekki eftir með viðeigandi hætti, sveitin gerði alla tíð út frá heimabænum Sauðárkróki og það kann að vera skýringin á því að hún varð ekki stærra nafn í poppinu. Sveitin hefur aldrei hætt störfum en…

Styrming (1989-91)

Hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki starfaði um eins og hálfs árs skeið í kringum 1990 og vakti nokkra athygli, ekki endilega vegna tónlistarinnar en tvö lög komu út með sveitinni á safnplötu – heldur fremur vegna þess að innan hennar var lagahöfundurinn Hörður G. Ólafsson sem um svipað leyti öðlaðist alþjóða athygli fyrir Eurovision lagið sitt…

Stúdíó Mjöt [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1982-86)

Stúdíó Mjöt var eitt af fjölmörgum hljóðverum sem störfuðu á níunda áratug síðustu aldar en auk þess að hljóðrita tónlist var Mjöt einnig útgáfufyrirtæki um tíma. Ekki er alveg ljóst hvenær Mjöt var stofnað, heimildir segja ýmist 1981 eða 82 og einnig er eitthvað á reiki hverjir stofnuðu hljóðverið, ljóst er að Magnús Guðmundsson (Þeyr)…

Freðmýrarflokkurinn (1980)

Freðmýrarflokkurinn var söngflokkur starfandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja snemma árs 1980 og kom þá fram á menningarhátíð sem Landssamband mennta- og fjölbrautaskóla (síðar Samband íslenskra framhaldsskólanema) stóð fyrir. Meðlimir Freðmýrarflokksins voru þau Ólöf María Ingólfsdóttir, Hallfríður Þórarinsdóttir, Atli Ingólfsson, Anna María Kristjánsdóttir, Gylfi Garðarsson og Kristján Gíslason. Freðmýrarflokkurinn virðist hafa verið skammlífur.

Bad boys (1982-86)

Hljómsveitin Bad boys frá Sauðárkróki starfaði á árunum 1982-86 og keppti m.a. í Músíktilraunum Tónabæjar haustið 1983. Þar komst sveitin í úrslit. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Gíslason söngvari (síðar Eurovision-fari), Svavar Sigurðsson gítarleikari, Árni Þór Þorbjörnsson bassaleikari, Birkir Guðmundsson hljómborðsleikari, Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari og Karl Jónsson trommuleikari. Þeir voru þá allir á grunnskólaaldri. Sveitin starfaði…

Metan (1982-88)

Hljómsveitin Metan frá Sauðárkróki var í raun stofnuð 1982 en gekk undir nafninu Bad boys (keppti í Músíktilraunum 1983) með einhverjum mannabreytingum til ársins 1986 þegar hún hlaut nafnið Metan. Vorið 1987 tók Metan þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og komst þar í úrslitin. Birkir Guðmundsson hljómborðsleikari, Kristinn Baldvinsson hljómborðsleikari, Kristján Gíslason hljómborðsleikari og söngvari, Árni…