Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Smellir [1] (1988-93)

Hljómsveitin Smellir var um nokkurt skeið húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ og skartaði þá söngvurum eins og Ragnari Bjarnasyni og fleiri þekktum slíkum. Smellir voru fyrst auglýstir í dagblöðum sem húshljómsveit í Danshúsinu árið 1990 en ein heimild hermir að saga sveitarinnar nái alveg aftur til 1988 og miðast þessi umfjöllun um það. Sveitin starfaði lengst…

Smellir [2] (1995)

Dúettinn Smellir starfaði um skamman tíma árið 1995 en það var skipað þeim Kristni Rósantssyni söngvara og hljómborðsleikara og Mark Brink söngvara og gítarleikara en sá síðarnefndi hafði fáeinum árum fyrr starfað með hljómsveit undir sama nafni. Smellir störfuðu sem fyrr segir í skamman tíma.

Við [2] (1989)

Dúettinn Við kom fram í að minnsta kosti eitt skipti á Ölveri í Glæsibæ árið 1989. Það voru þeir Sigurður Hafsteinsson gítarleikari og söngvari og Mark Brink bassaleikari og söngvari sem skipuðu dúettinn en ekki liggur fyrir hversu lengi þeir störfuðu.

Tilfinning (1971-72 / 1973-74)

Saga hljómsveitarinnar Tilfinningar er eilítið flókin en hún skiptist í þrjú tímaskeið. Fyrsta skeið sveitarinnar spannaði um eitt ár en Tilfinning var stofnuð sumarið 1971 í aðdraganda hljómsveitakeppni sem haldin var í Húsafelli þá um verslunarmannahelgina en þar tók sveitin þátt. Engar sögur fara af árangri sveitarinnar í Húsafelli en hún starfaði í um eitt…

Í gegnum tíðina (1988-89)

Hljómsveitin Í gegnum tíðina var húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ veturinn 1988-89. Meðlimir sveitarinnar voru Mark Brink söngvari og bassaleikari, Hilmar Sverrisson söngvari og hljómborðsleikari, Sigurður Hafsteinsson söngvari og gítarleikari og Ólafur Kolbeins trommuleikari. Einnig komu söngvararnir Ari Jónsson og Anna Vilhjálms við sögu, þó ekki samtímis.

Dóminik (1976-79)

Hljómsveitin Dóminik (Dominik) lék víða á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins á sínum tíma og var höfuðvígi þeirra í Hafnarfirðinum, svo ekki er ólíklegt að sveitin hafi verið starfrækt þar í bæ. Elstu heimildir um sveitina er að finna frá 1976 og virðist hún hafa starfað þar til í byrjun árs 1979 að minnsta kosti. Mannabreytingar voru einhverjar…

Formúla ’71 (1971-72)

Hljómsveit að nafni Formúla ´71 var starfandi á árunum 1971-72. Þekktastir meðlima sveitarinnar munu vera Þorsteinn Magnússon gítarleikari (Þeyr o.m.fl.) og Kristín Lilliendahl söngkona en aðrir voru Mark Brink, Róbert Brink, Kiddi „rós“ [?] og Bjarni Jónasson. Ekki er ljóst á hvaða hljóðfæri þeir léku. Allar upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.