Big band Brútal (1998-2001)

Hljómsveitin Big band Brútal var angi af Tilraunaeldhúsinu sem var áberandi í kringum aldamótin síðustu en sveitin lék einhvers konar tilraunakennda raftónlist. Meðlimir sveitarinnar sem stofnuð var 1998, voru Böðvar Yngvi Jakobsson (Böddi Brútal) söngvari, Ólafur Björn Ólafsson (ÓBÓ) trommuleikari, Daði Birgisson hljómborðsleikari, Arnþrúður Ingólfsdóttir tölvu og hljómborðsleikari og Kristín Björk Kristjánsdóttir (Kira Kira) sampler-…

Unun (1993-99)

Hljómsveitin Unun var ein af þeim sveitum sem var grátlega nálægt því að „meika það“ á erlendum vettvangi, óheppni var þó líklega stærst ástæða þess að ekkert varð úr. Unun var til upp úr samstarfi þeirra Gunnars L. Hjálmarssonar (dr. Gunna) og Þórs Eldon en báðir voru þrautreyndir í íslensku tónlistarlífi þegar hér var komið…

Yukatan (1991-94)

Reykvíska hljómsveitin Yukatan er ein þeirra sveita sem sigrað hafa Músíktilraunir án þess að sveitarinnar biði beinlínis frægð og frami í kjölfarið. Sveitin náði þó að gefa út efni sem er meira en margar aðrar sveitir í svipaðri stöðu náðu að gera. Yukatan var stofnuð síðla sumars 1991 í Breiðholti og Árbænum og var alla…

Hundrað kallarnir (1995-96)

Pönkdúettinn Hundrað kallarnir var starfandi 1995 og 96. Sveitin átti lag á safnplötunni Strump í fótinn, sem kom út 1995. Ólafur Björn Ólafsson (ÓBÓ) var annar meðlima dúettsins en ekki liggja fyrir upplýsingar um félaga hans.

Kraumsverðlaunin afhent við hátíðlega athöfn

Kraumsverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í húsakynnum Kraums við Vonarstræti nú síðdegis á fimmtudaginn. Kraumsverðlaunin eru verðlaun sem veitt eru sex flytjendum sem gefið út plötu á árinu er þykja hafa skarað fram úr, fyrr í mánuðinum var birtur úrvalslisti tuttugu platna sem valinn hafði verið af öldungaráði verðlaunanna en þessar sex plötur eru…