Ebenezer Quart í lifandi streymi frá Cadillac klúbbnum

Fimmtudagskvöldið 10. september, annað kvöld, stendur Cadillac klúbburinn fyrir lifandi streymi eins og undanfarin fimmtudagskvöld. Að þessu sinni er það hljómsveitin Ebenezer Quart sem stígur á svið en tónleikarnir hefjast klukkuna 20:30 og hægt verður að streyma þeim í gegnum Facebook-síðu Cadillac klúbbsins. Ebenezer Quart er blúshljómsveit í víðum skilningi þess orðs. Það eru ekki…

Gustuk (1974)

Hljómsveitin Gustuk starfaði á Höfn í Hornafirði um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, að öllum líkindum bara í eitt sumar (1974). Gustuk var sveitaballaband sem spilaði mestmegnis eða eingöngu á austanverðu landinu en meðlimir hennar voru jafnframt flestir viðloðandi hljómsveitina Þokkabót um svipað leyti, það voru þeir Ingólfur Steinsson, Magnús R. Einarsson og Halldór Gunnarsson…

Burkni (1991-92)

Hljómsveitin Burkni starfaði á höfuðborgarsvæðinu, líklega innan veggja Menntaskólans í Reykjavík, á árunum 1991 og 92, hugsanlega eitthvað lengur. Sveitin lék fremur þungt gamalt rokk í anda Led Zeppelin og slíkra sveita, og sigraði í hljómsveitakeppni sem haldin var á vegum Nillabars í árslok 1991 en hún var þó líklega frægust fyrir að innihalda söngkonu…

Tríó Hafdísar (2001-02)

Hafdís Bjarnadóttir gítarleikari, Ragnar Emilsson gítarleikari og Grímur Helgason klarinettuleikari mynduðu Tríó Hafdísar en það starfaði á árununum 2001 og 02 að minnsta kosti. Tríóið lék tónlist af ýmsu tagi, þjóðlög og jafnvel spuna.

Samspil Óla Jóns (2000)

Sampil Óla Jóns var djasskvintett settur saman fyrir eina uppákomu í Múlanum sumarið 2000. Meðlimir sveitarinnar, þeir Þorgrímur Jónsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Ragnar Emilsson gítarleikari, Helgi Svavar Helgason trommuleikari og Birkir Freyr Matthíasson trompetleikari, höfðu allir verið við nám í djassdeild FÍH veturinn á undan undir handleiðslu Ólafs Jónssonar (bróður Þorgríms) og þaðan er…

Goodfellows (1994)

Rokk- og rythmablússveitin Goodfellows (stundum nefnd Goodfellas) starfaði um nokkurra mánaða skeið 1994. Sveitin var skipuð fimmmenningunum Sigurði Sigurðssyni söngvara, Tyrfingi Þórarinssyni söngvara og gítarleikara, Geir Walter Kinchin trommuleikara, Ragnari Emilssyni gítarleikara og Jóni Þorsteinssyni bassaleikara. Goodfellows kom fyrst fram um vorið 1994 og lék eitthvað fram eftir haustinu sama ár.