Hljómsveitakeppnin í Atlavík [tónlistarviðburður] (1982-88)

Hljómsveitakeppnin í Atlavík um verslunarmannahelgi var lengi vel þekktasta keppni sinnar tegundar en nokkrar sveitir náðu töluverðum vinsældum eftir sigur í henni. E.t.v. mætti segja að gróskan sem var í íslenskri tónlist í kjölfar pönkbylgjunnar um 1980 hafi skilað sér í keppnina því ógrynni landsbyggðasveita spruttu fram á sjónarsviðið og vildu spreyta sig á keppnissviðinu…

Straumar [2] (1981-83)

Laust eftir 1980, allavega 1981 til 1983 starfaði tríó á Akureyri undir nafninu Straumar. Strauma skipuðu þeir Ragnar Kristinn Gunnarsson söngvari og trommuleikari, Jakob Jónsson gítarleikari og Ásmundur Magnússon [bassaleikari?] en margt er á huldu varðandi þessa sveit. Straumar hættu líklega störfum þegar hljómsveitin Skriðjöklar var stofnuð sumarið 1983.

Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…

Glaumar (1988-91)

Hljómsveitin Glaumar frá Akureyri var eins konar útibú frá akureyskri sveit, Skriðjöklum, þótt ekki hafi þær verið samtíða nema um stuttan tíma. Glaumar var stofnuð 1988 og var skipuð þeim Jósef M. Friðrikssyni [?], Jakobi Jónssyni gítarleikara og Eggerti Benjamínssyni trommuleikara en hugsanlegt að fleiri hafi verið í sveitinni um tíma, Jón Ólafsson[3] var eitthvað…

Víxlar í vanskilum & ábekingur (1988)

Víxlar í vanskilum (& ábekingur) var hljómsveit sem sett var saman fyrir verslunarmannahelgina 1988 til að spila á útihátíð sem haldin var á Melgerðismelum. Sveitin sendi frá sér eitt lag, Flagarabrag (sem Ríó tríó hafði áður gefið út), til að trekkja að en gleymdist fljótt að þessum ágústnóttum loknum. Hún kom þó einu sinni fram…