Hljómsveit Magneu (1992-94)

Hljómsveit Magneu (sem einnig gengur undir nafninu Hljómsveitin Magnea í heimildum) starfaði um nokkurra ára skeið á fyrri hluta tíunda áratugar liðinnar aldar í Neskaupstað, á árunum 1992 til 94. Sveitin lék á árshátíðum, þorrablótum og almennum dansleikjum en einnig t.a.m. a Neistaflugs-hátíðinni 1993. Meðlimir sveitarinnar voru Ágúst Ármann Þorláksson [?], Smári Geirsson trommuleikari, Þórður…

Austmenn (1967-70)

Hljómsveitin Austmenn starfaði í Neskaupstað um nokkurra ára skeið undir lok sjöunda áratugarins en sveitin hafði verið stofnuð upp úr hljómsveitinni Fónum sem var líklega fyrsta bítlasveitin á Austfjörðum. Austmenn voru stofnaðir á fyrri hluta ársins 1967 og um sumarið lék hún á dansleik í Egilsbúð tengdum 17. júní hátíðarhöldum, og í kjölfarið á nokkrum…

Hljómsveit Ágústs Ármanns [2] (1997-2011)

Árið 1997 var sett á laggirnar hljómsveit austur á Norðfirði sem átti næstu árin eftir að leika á dansleikjum og tónlistarsýningum í tengslum við öflugt tónlistarstarf Austfirðinga og einkum Norðfirðinga, þ.á.m. á Austfirðingaböllum í Reykjavík, slíkar sýningar höfðu þó verið settar á svið fyrir austan í fjölmörg ár á undan. Hljómsveitin eða hljómsveitirnar áttu það…

Bumburnar (1982-88)

Hljómsveitin Bumburnar var danshljómsveit, starfandi á Norðfirði um árabil á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð 1982 upp úr leifum Amon Ra og lék á dansleikjum víða um Austfirði en mest þó í heimabyggð, Bumburnar voru t.a.m. fastagestir á þorrablótum og árshátíðum eystra. Í upphafi gekk sveitin undir nafninu Jón og Bumburnar, og voru…

Blúsbrot Garðars Harðarsonar (1995-)

Blúbrot Garðars Harðarsonar hefur starfað frá árinu 1995 að minnsta kosti en þá kom hún fyrst fram á Jazzhátíð Egilsstaða. Sveitin gekk fyrstu árin undir nafninu Blúsband Garðars Harðarsonar en síðar var nafni hennar breytt í Blúsbrot Garðars Harðarsonar. Upphaflega gerði hún út frá Stöðvarfirði þaðan sem Garðar kemur en síðan má segja að sveitin…

Ósíris (1975-76)

Hljómsveitin Ósíris frá Norðfirði var í raun hljómsveitin Amon Ra sem þar starfaði um áratugar skeið á áttunda áratug síðustu aldar, en gekk undir Ósíris nafninu veturinn 1975-76. Meðlimir þessarar útgáfu Amon Ra voru Smári Geirsson söngvari, Jón Skuggi Steinþórsson bassaleikari, Guðjón Steingrímsson gítarleikari, Ágúst Ármann Þorláksson hljómborðsleikari og Pjetur S. Hallgrímsson trommuleikari. Þeir félagar…

Kátir félagar [4] (1962-65)

Kátir félagar frá Neskaupstað var hljómsveit nokkurra unglinga á Shadows og frumbítlaskeiðinu, 1962-65. Sveitin var líklega angi af Lúðrasveit Neskaupstaðar en var þó að öllum líkindum gítar- eða bítlasveit. Meðlimir Kátra félaga voru Smári Geirsson trommuleikari, Heimir Geirsson, Örn Óskarsson gítarleikari og Hlöðver Smári Haraldsson, engar frekari upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan. Fleiri gætu…

Bóbó Pjeturs og fjölskylda (1969-70)

Hljómsveitin Bóbó Pjeturs og fjölskylda starfaði í Menntaskólanum að Laugarvatni veturinn 1969-70 og var þar eins konar skólahljómsveit. Meðlimir hennar voru Halldór Gunnarsson (síðar Þokkabót), Viðar Jónsson, Ólafur Örn Ingólfsson, Þórólfur Guðnason og Smári Geirsson, sá síðast taldi var trommuleikari en óljóst er hvaða hlutverki hinir höfðu að gegna í hljómsveitinni.