Hljómsveit Önnu Vilhjálms (1969-70 / 1990-2002)

Söngkonan Anna Vilhjálmsdóttir starfrækti hljómsveitir í eigin nafni sem léku mikið á svokölluðum dansstöðum höfuðborgarsvæðisins á tíunda áratug síðustu aldar en hún hafði verið með vinsælustu söngkonum landsins á sjöunda áratugnum og hafði reyndar stofnað hljómsveit undir lok hans. Anna hafði notið vinsælda m.a. með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og sungið inn á plötu með þeirri…

Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar (1961 / 1965-92)

Saga hinnar einu sönnu Hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar er tvíþætt, annars vegar lék sveitin um árabil á Hótel Sögu við miklar vinsældir – reyndar svo miklar að þegar ný hljómsveit tók við henni var sú sveit nánast púuð niður af tryggum og prúðbúnum miðaldra dansleikjagestum, hins vegar lék sveitin yfir sumartímann ásamt fleiri skemmtikröftum undir nafninu…

Hljómsveit Árna Elfar (1958-64 / 1981-85)

Píanistinn og myndlistarmaðurinn Árni Elfar starfrækti nokkrar hljómsveitir á starfsævi sinni, hann hafði t.a.m. verið með tríó sem starfaði á árunum 1952-53 en árið 1958 stofnaði hann danshljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á skemmtistöðum Reykjavíkur undir nafninu Hljómsveit Árna Elfar og var þá á meðal vinsælustu hljómsveita landsins. Tildrög þess að Hljómsveit Árna…

Sumargleðin [1] (1972-86)

Sumargleðin var ómissandi þáttur í sveitaballamenningu áttunda og níunda áratugarins og beinlínis nauðsynlegur sumargestur skemmtanaþyrstra landsbyggðarmanna þar sem hópurinn troðfyllti hvert félagsheimilið á fætur öðru sumar eftir sumar. Þegar best lét skemmti Sumargleðin allt að þrjátíu og fimm til fjörutíu sinnum á tæplega tveggja mánaða sumartúrum sínum í júlí og ágúst, og munaði ekki um…

Straumrof (1976-77)

Hljómsveitin Straumrof starfaði á austanverðu landinu, að öllum líkindum á Egilsstöðum um eins árs skeið 1976 og 1977. Sveitin mun hafa verið stofnuð haustið 1976 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Guðjón Sigmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Ólafsson söngvari, Stefán Jóhannsson gítarleikari, Steinar Guðgeirsson trommuleikari og Þorvarður B. Einarsson gítarleikari. Um sumarið 1977 tók Valgeir Skúlason…

Slagbrandur [2] (1978-82)

Hljómsveitin Slagbrandur var framarlega í dansleikjaspilamennsku á Austfjörðum í kringum 1980 og sendi m.a.s. frá sér tvær hljómplötur meðan hún starfaði. Slagbrandur var stofnuð á Egilsstöðum árið 1978 og kom fyrst fram á dansleik í Valaskjálfi í heimabænum haustið 1979 en sá staður varð eins konar heimavöllur sveitarinnar. Það var píanóleikarinn Árni Ísleifsson sem hafði…

Dátar (1965-67 / 1973-74)

Dátar voru ein þeirra hljómsveita sem telja má til minnisvarða um íslenskt bítl, aðeins fáeinar aðrar sveitir eins og Hljómar og Flowers geta gert tilkall til hins sama. Dátar voru stofnaðir vorið 1965 og komu þeir fyrst fram í lok júní, gítarleikararnir Hilmar Kristjánsson og Rúnar Gunnarsson sem einnig söng, stofnuðu sveitina og fljótlega bættist…

Alli Rúts – Efni á plötum

Alli Rúts – Kátir voru krakkar: 4 barnalög Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 269 Ár: 1973 1. Lína langsokkur 2. Grýlugæla 3. Ég er jólasveinn 4. Grýlupopp Flytjendur Albert Rútsson – söngur Carl Möller – engar upplýsingar Stefán Jóhannsson – engar upplýsingar

Kjarabót [1] (1978-80)

Söngsveitin Kjarabót starfaði um tveggja ára skeið, stofnaður vorið 1978 og starfaði fram eftir sumri 1980. Lengi vel bar hópurinn ekkert nafn og var því iðulega kallaður Nafnlausi sönghópurinn en nafnið Kjarabót kom til sögunnar í febrúar 1979. Fjöldi söngvara (og hljóðfæraleikara) var eitthvað á reiki en yfirleitt voru tíu til tólf manns í hópnum.…