Höfuðlausn [1] (1995-2007)

Djasspíanóleikarinn Egill B. Hreinsson starfrækti hljómsveitir, bæði tríó og kvartetta um langt árabil og er fjallað um tríó hans annars staðar á síðunni – hér eru hins vegar settir undir einn hatt kvartettar Egils en hann kom reglulega fram með slíka á árunum 1995 til 2007, fyrirferðamestur þeirra er kvartettinn Höfuðlausn. Elstu heimildir um kvartett…

Hver [1] (1976-81)

Hljómsveitin Hver frá Akureyri á sér nokkuð merkilega sögu en hún starfaði um fimm ára skeið og þróaðist á þeim tíma úr því að vera skólahljómsveit yfir í ballsveit sem lagði áherslu á sálartónlist, Hver varð aldrei mjög þekkt enda sendi sveitin einungis frá sér eina smáskífu en átti hins vegar þátt í því að…

Hljómsveit Grétars Örvarssonar (1983-88)

Grétar Örvarsson tónlistarmaður sem yfirleitt er kenndur við þekktustu hljómsveit sína Stjórnina, starfrækti um nokkurra ára skeið hljómsveit í eigin nafni sem lék lengst af á Hótel Sögu en hann var aðeins 24 ára þegar hann stofnaði sveitina. Hljómsveit Grétars Örvarssonar var stofnuð árið 1983 og var mjög fljótlega farin að leika í Átthagasal Hótel…

Flúr (1976-77)

Hljómsveitin Flúr starfaði á Akureyri árin 1976-77 að minnsta kosti og lék þá á nokkrum dansleikjum. Sveitin, sem stofnuð var haustið 1976 var skipuð meðlimum á unglings aldri en þeir voru Viðar Örn Eðvarðsson gítarleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Steingrímur Óli Sigurðsson trommuleikari og Böðvar Grétarsson bassaleikari, allir sungu þeir nema Steingrímur. Sveitin lék á dansleikjum…

Gammar [2] (1982-94 / 2006-07)

Hljómsveitin Gammar starfaði í rúmlega áratug á síðari hluta síðustu aldar, hætti störfum en birtist svo aftur á nýrri öld. Sveitin hefur sent frá sér nokkrar plötur en tónlist hennar má skilgreina sem djass- eða bræðingstónlist. Það var gítarleikarinn Björn Thoroddsen sem stofnaði Gamma árið 1982 og voru aðrir meðlimir sveitarinnar í upphafi þeir Hjörtur…

Tríó Óla Stolz (1992-)

Kontrabassaleikarinn Ólafur Stolzenwald hefur í gegnum tíðina starfrækt djasstríó í ýmsum myndum, elstu heimildir um slíkt tríó eru frá árinu 1992. Ýmsir hljóðfæraleikarar hafa leikið með Ólafi í þessum tríóum og hefur algengasta form þeirra verið bassi, tromma og píanó en einnig aðrar útfærslur s.s. bassi, píanó og trompet eða jafnvel bassi, gítar og trompet.…

Tríó Egils B. Hreinssonar (1986-95)

Egill B. Hreinsson píanóleikari starfrækti um áratug djasstríó í sínu nafni, tríóið kom fram á fjölmörgum stökum djasstónleikum en einnig á alþjóðlegum djasshátíðum hérlendis. Skipan tríós Egils var með nokkuð mismunandi hætti eins og títt er með djasstríó, upphaflega voru þeir Tómas R. Einarsson konatrabassaleikari og Guðmundur R. Einarsson trommuleikari með honum en síðar komu…

Pax vobis (1983-86)

Pax vobis var meðal nýbylgjusveita á fyrri hluta níunda áratugarins sem sóttu áhrif sín til sveita eins og Japan og var tónlistin jafnan kennd við nýrómantík. Þrír meðlimir sveitarinnar sem allir voru ungir að árum, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson gítarleikari, Skúli Sverrisson bassaleikari og Ásgeir Sæmundsson söngvari og hljómborðsleikari höfðu starfað saman í hljómsveitinni Exodus en…

Jamaica (1978-82)

Hljómsveitarnafnið Jamaica er eins fjarri því að vera norðlenskt sem unnt er, en sveit með þessu nafni lék og starfaði um árabil á Akureyri í lok áttunda áratugar síðustu aldar og við upphaf þess níunda. Jamaica var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hjólinu en upphaflega voru líklega í bandinu þeir Snorri Guðvarðarson gítarleikari, Matthías Henriksen trommuleikari,…