Hljómsveit Grétars Örvarssonar (1983-88)

Grétar Örvarsson tónlistarmaður sem yfirleitt er kenndur við þekktustu hljómsveit sína Stjórnina, starfrækti um nokkurra ára skeið hljómsveit í eigin nafni sem lék lengst af á Hótel Sögu en hann var aðeins 24 ára þegar hann stofnaði sveitina. Hljómsveit Grétars Örvarssonar var stofnuð árið 1983 og var mjög fljótlega farin að leika í Átthagasal Hótel…

Heart 2 heart (1992)

Heart 2 heart (Heart to heart) var hljómsveit sem sett var á fót í kringum framlag Íslands í Eurovision söngvakeppninni vorið 1992 en var í raun hljómsveitin Stjórnin eftir mannabreytingar. Tildrög málsins voru þau að í undankeppni Eurovision söngvakeppninnar hér heima í febrúar 1992 bar lagið Nei eða já sigur úr býtum og skaut þar…

Stjórnin [1] (1987-88)

Það er ekki á allra vitorði en áður en hljómsveitin Stjórnin hin eina sanna (með Sigríði Beinteinsdóttur og Grétari Övarssyni) var stofnuð var önnur sveit starfandi undir sama nafni og að hluta til skipuð sama mannskap. Stjórnin hin fyrri var líklega stofnuð einhvern timann á árinu 1987 og starfaði í nokkra mánuði fram undir vorið…

Stjórnin [3] (1992-93)

Veturinn 1992 til 93 starfaði hljómsveit innan Menntaskólans á Akureyri undir nafninu Stjórnin. Sveit þessi var meðal keppenda snemma árs 1993 í hljómsveitakeppninni Viðarstauk sem haldin hefur verið í MA um árabil. Engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu Stjórnina eða um hljóðfæraskipan sveitarinnar en þær upplýsingar væru vel þegnar.

Gigabyte (1994-98)

Dúettinn Gigabyte naut nokkurra vinsælda um miðbik tíunda áratugs síðustu aldar en tónlistin var í anda þeirrar danstónlistar sem kennd hefur verið síðan við næntís bylgjuna. Með rökum mætti jafnvel kalla Gigabyte erlenda útgáfu af Stjórninni. Gigabyte, sem skipuð var kunnu tónlistarfólki, gítarleikaranum Friðrik Karlssyni og söngkonunni Sigríði Beinteinsdóttur (með Mána Svavarsson hljómborðsleikara og tölvumann…

Söngvakeppni Sjónvarpsins 1990 – Eitt lag enn / One more song

Snemma árs 1990 var flautað til leiks í nýrri undankeppni, og fyrirkomulag svipað því gamla tekið upp aftur. Áhugi fyrir keppninni glæddist nú á nýjan leik og yfir tvö hundruð lög bárust í hana, tólf þeirra voru valin í tvo undanúrslitaþætti og sex þeirra kepptu síðan í úrslitum sem fram fóru 10. febrúar. Það voru…