Strengir [1] (1963-65)

Í Reykjavík starfaði unglingahljómsveit á fyrri hluta sjöunda áratugarins undir nafninu Strengir, auðvelt er að rugla þeirri sveit við aðra með sama nafni sem starfaði stuttu síðar en Þráinn Kristjánsson umboðsmaður fyrri hljómsveitarinnar taldi sig eiga nafnið og setti það á þá síðari um hálfu ári eftir að sú fyrri (sem hér um ræðir) hætti…

Strengir [2] (1965-67)

Árið 1965 hafði verið starfandi hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Molar en með mannabreytingum hafði verið ákveðið að skipta um nafn á henni og var hún því nafnlaus þegar hún var bókuð „á loftinu“ í Glaumbæ um sumarið. Umboðsmaður sveitarinnar Þráinn Kristjánsson (sem einnig hafði verið umboðsmaður Strengja hinnar fyrri (Strengir [1])) taldi sig eiga…

Strengir [3] (um 1995)

Upplýsingar óskast um keflvíska hljómsveit sem starfaði undir nafninu Strengir einhvern tímann á tíunda áratug liðinnar aldar, hér er óskað eftir upplýsingum um nöfn meðlima og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þykir við hæfi í umfjöllun sem þessari.

Strengir [4] (2003-05)

Hljómsveit starfaði snemma á þessari öld, að minnsta kosti árið 2003 og svo aftur 2005, undir nafninu Strengir. Líklega starfaði þessi sveit ekki samfleytt. Meðlimir Strengja voru allt þekkt tónlistarfólk, þau Hjörleifur Valsson, Birgir Bragason, Hörður Bragason og Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) söngkona.

Molar (1964-65)

Hljómsveitin Molar var bítlasveit skipuð ungum tónlistarmönnum um miðjan sjöunda áratug liðinnar aldar. Svo virðist sem sveitin hafi fyrst komið fram á sjónarsviðið snemma árs 1965 og starfað fram að mánaðamótum ágúst – september undir því nafni en þá var nafni hennar breytt í Strengi. Molana skipuðu í upphafi þeir Björn Emilsson gítarleikari, Hannes Jón…

Garðar og Gosar (1964)

Hljómsveitin Gosar, sem iðulega var kölluð Garðar og Gosar mun teljast ein fyrsta bítlasveit Íslands og vilja meðlimir hennar meina reyndar að hún hafi rutt brautina fyrir Hljóma sem komu upp um svipað leyti árið 1964. Garðar og Gosar skartaði söngvaranum Garðari Guðmundssyni en aðrir meðlimir voru Magnús Harðarson, Jón Ármannsson, Viðar Jónsson og Markús…