Tjáning (1969-70)

Hljómsveitin Tjáning var afar skammlíf sveit starfandi rétt yfir áramótin 1969-70. Sveitin hafði áður gengið undir nafninu Zoo Ltd. en breytti nafni sínu í Tjáningu í desember 1969. Þá voru í sveitinni Páll Eyvindsson bassaleikari, Gunnar Jósefsson trommuleikari og Sigþór Hermannsson gítar- og saxófónleikari. Þorgils Baldursson gítar- og munnhörpuleikari gekk svo til liðs við sveitina…

Tárið (1969-70)

Tárið spratt upp úr Föxum sumarið 1969 en sú sveit hafði verið á faraldsfæti um Norðurlöndin og var komin ákveðin þreyta í þann mannskap. Meðlimir Társins voru Þorgils Baldursson gítarleikari, Páll Dungal bassaleikari, Einar Óskarsson trommuleikari, Benedikt Torfaon gítarleikari og Þórhallur Sigurðsson (Laddi) söngvari. Á einhverjum tímapunkti hvarf Þorgils úr sveitinni sem og líklega Laddi…

Dátar (1965-67 / 1973-74)

Dátar voru ein þeirra hljómsveita sem telja má til minnisvarða um íslenskt bítl, aðeins fáeinar aðrar sveitir eins og Hljómar og Flowers geta gert tilkall til hins sama. Dátar voru stofnaðir vorið 1965 og komu þeir fyrst fram í lok júní, gítarleikararnir Hilmar Kristjánsson og Rúnar Gunnarsson sem einnig söng, stofnuðu sveitina og fljótlega bættist…

Acropolis (1970-72)

Hljómsveitin Acropolis (var kölluð Ítök í blábyrjun) var sjö manna sveit sem innihélt m.a. blásara, stofnuð upp úr Tárinu og Tjáningu um áramótin 1969/70. Margir efuðust um að svo fjölmennt band borgaði sig á sama tíma og sveitir með færri meðlimum kvörtuðu undan því lítið væri til skiptanna, þeir Acropolis menn létu slíkt sem vind…

Faxar (1966-69)

Faxar voru í raun fyrsta meikhljómsveit Íslands, hún spilaði víða um Noreg og Svíþjóð og gerði það ágætt þótt ekki liggi neitt markvert á plasti með þeim nema undirleikur á lítilli plötu með bandaríska söngvaranum Al Bishop (1926-97). Mörgum þætti það þó gott. Sögu Faxa má skipta í tvennt, jafnvel að um tvær sveitir sé…