Afmælisbörn 15. júní 2025

Í dag eru sjö afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í…

Hljómsveit Þorleifs Gíslasonar (1984 / 2006)

Þorleifur Gíslason saxófónleikari var tvívegis með hljómsveitir í eigin nafni en þær voru báðar starfræktar í tengslum við tónlistarsýningar með áherslu á frumrokkið, slíkar tónlistardagskrár nutu um þær mundir mikilla vinsælda. Fyrri sveit Þorleifs starfaði árið 1984 og lék í tónlistarskemmtun í upphafi árs sem gekk undir yfirskriftinni Rock-festival en þar var gamla rokkið í…

Afmælisbörn 15. júní 2024

Í dag eru fimm afmælisbörn á listanum: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) á sjötíu og tveggja ára afmæli í dag. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms í…

Hljómsveit Björgvins Halldórssonar (1982-83 / 1992-)

Björgvin Halldórsson hefur starfrækt fjölmargar þekktar hljómsveitir í gegnum tíðina en fæstar þeirra hafa verið í hans eigin nafni, í raun mætti segja að um nokkrar sveitir sé að ræða en hér eru þær settar fram sem tvær – annars vegar Hljómsveit Björgvins Halldórssonar sem stofnuð var utan um fræga tónleikaferð til Sovétríkjanna haustið 1982…

Hljómsveit André Bachmann (1984-91)

Það sem kallað hefur verið Hljómsveit André Bachmann er í raun nokkrar og misstórar hljómsveitir, tríó og dúettar undir stjórn André, margt er reyndar óljóst í sögu þeirra og mega lesendur gjarnan fylla upp í þær eyður eftir því sem þurfa þykir. Fyrstu heimildir um sveit undir þessu nafni eru frá árinu 1984 en þá…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2023

Það hefur þótt við hæfi um áramót að minnast þeirra sem féllu frá á árinu en hér má líta lista tónlistarfólks sem lést á árinu 2023 og kom að íslensku tónlistarlífi og -sögu með mismiklum og ólíkum hætti. Ámundi Ámundason (1945-2023) – umboðsmaður og útgefandi. Ámundi var umboðsmaður nokkurra þekktra hljómsveita á sínum tíma og…

Afmælisbörn 15. júní 2023

Í dag eru fjögur afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Athafnamaðurinn Sigurjón Sighvatsson (iðulega kallaður Kútur hér áður fyrr) á sjötíu og eins árs afmæli í dag. Sigurjón var þekktur bassaleikari á tímum bítla og blómabarna og lék þá í hljómsveitum eins og Kjörnum, Mods, Falcon, Flowers, Ævintýri, Brimkló og Þokkabót áður en hann hélt til náms…

Sóló [1] (1961-80 / 2017-)

Hljómsveitin Sóló var ein allra vinsælasta bítlasveitin sem spratt fram á sjónarsviðið fyrir og um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar og telst meðal stærstu nafnanna þegar kemur að uppgjöri við það tímabil, Sóló gaf aldrei út plötu á sínum tíma en hver veit hvað hefði gerst hefðu þeir fengið tækifæri til þess því sveitin hafði…

Burgeisar (1987-88)

Hljómsveitin Burgeisar starfaði í nokkra mánuði 1987 og 88. Sveitin var stofnuð um haustið 1987 og lék fyrst um sinn á Hótel Sögu. Eftir áramótin 1987-88 var hún hins vegar ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé en um það leyti var settur þar á svið Þórskabarettinn Svart og hvítt. Þar lék sveitin þar til hún hætti…

Pónik [2] (1961-)

Saga hljómsveitarinnar Pónik (hinnar síðari) er með lengri hljómsveitasögum hérlendis og þótt sveitin hafi nú ekki komið fram í nokkur ár er ekki enn hægt að gefa út dánarvottorð á hana, tilurð hennar spannar um hálfa öld. Ýmsar heimildir hafa komið fram um hvenær Pónik var stofnuð og nokkrar þeirra gefa upp ártalið 1964, það…

Dansbandið [1] (1981-)

Hljómsveitin Dansbandið (sú fyrsta með þessu nafni) á sér langa og viðburðaríka sögu, sem enn sér líklega ekki fyrir endann á. Dansbandið var stofnað í Hafnarfirði í upphafi ársins 1981, stofnmeðlimir voru líklegast þeir Sveinn Guðjónsson söngvari og hljómborðsleikari, Kristján Hermannsson trompetleikari og söngvari, Gunnar Ársælsson gítarleikari, Svavar Ellertsson trommuleikari og Ágúst Ragnarsson bassaleikari. Mannabreytingar…

J.J. Quintet (1959-73)

Hljómsveit Jóns Erlings Jónssonar, J.J. Quintet/t (stundum einnig sextett þegar við átti) starfaði í á annan áratug og var meðal fremstu danshljómsveit landsins, m.a. mitt í þeim tónlistarhrærigraut sem sjöundi áratugurinn bauð upp á. Ýmsir söngvarar áttu eftir að koma við sögu sveitarinnar eins og venja var á þessum árum, og var hún iðulega kennd…