Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar (1998-99)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa starfað innan Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar í einn eða tvo vetur undir lok síðustu aldar – 1998 og 1999, undir nafninu Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar. Á þeim tíma var Torvald Gjerde skólastjóri tónlistarskólans sem var í nokkurri sókn, og er ekki ólíklegt að hann hafi verið stjórnandi sveitarinnar.

Stórsveit HFH (1993-2014)

Sárafáar heimildir er að finna um hljómsveit innan Harmonikufélags Héraðsbúa sem bar/ber nafnið Stórsveit HFH (Stórsveit H.F.H. / Stórsveit Harmonikufélags Héraðsbúa), líklegt er að sveit hafi starfað um árabil innan félagsins en þá fremur haft öllu lágstemmdari titil en stórsveit. Það breytir því þó ekki að Stórsveit HFH hefur starfað undir því nafni að minnsta…

Snælandskórinn (1989-2005)

Snælandskórinn svokallaði var ekki eiginlegur starfandi kór heldur eins konar úrvalskór söngfólks af Austurlandi sem kom stöku sinnum saman og söng mestmegnis í kringum utanlandsferðir sem hann fór í. Snælandskórinn var settur á stofn snemma árs 1989 þegar Kirkjukórasambandi Austurlands barst boð um að senda blandaðan kór til Ísraels um jólin en sá kór yrði…

Samkór Breiðdælinga og Stöðfirðinga (1988-94)

Samkór Breiðdælinga og Stöðfirðinga var settur á laggirnar haustið 1988 og hafði eins og nafn hans gefur til kynna, að geyma söngfólk frá Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, einhverjir Fáskrúðsfirðingar voru einnig í honum. Þetta var þrjátíu og fimm mann kór sem söng líklega upphaflega undir stjórn Ferenc Utazzy en Peter Mate tók við söngstjórninni af honum,…

Samkór Suðurfjarða (1995 -)

Samkór Suðurfjarða er blandaður kór fólks frá Austurlandi og var hann stofnaður 1995, upphaflega samanstóð hópurinn af fólki frá Breiðdalsvík, Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði sem hafði sungið saman undir stjórn Ferenc Utassy en síðar bættist við söngfólk frá Djúpavogi. Peter Maté tók síðan við stjórn hópsins um tíma en Norðmaðurinn Torvald Gjerde varð síðan næsti stjórnandi…

Samkór Suðurfjarða – Efni á plötum

Samkór Suðurfjarða – Söngur um frelsi Útgefandi: eigin útgáfa Útgáfunúmer: SAMK 001 Ár: 1998 1. Söngur um frelsi 2. Hvern morgun 3. Brimströndin 4. Lestin 5. Það ert þú og ég 6. Pilturinn 7. Vögguljóð 8. Hinn svikni 9. Ei lengi er að bíða 10. Have you ever seen 11. Frjáls sem fuglinn 12. Swingin’ 13.…