Svörtu kaggarnir (1990-94)

Hljómsveitin Svörtu kaggarnir var rokkabillýsveit starfrækt á Akureyri og var nokkuð virk á tónleikasviðinu um tíma þann tíma er sveitin starfaði á fyrri hluta tíunda áratugarins. Svörtu kaggarnir voru stofnaðir síðsumars 1990 á Akureyri en sveitin var stofnuð upp úr annarri sveit af þeim Kristjáni Ingimarssyni bassaleikara og söngvara og Konráði Vilhelm Sigursteinssyni gítarleikara en…

Strandaglópar [1] (1989-92)

Ballhljómsveitin Strandaglópar frá Árskógsströnd við Eyjafjörð er í raun saman sveit og hefur síðustu áratugina starfað á ballmarkaðnum undir nafninu Bylting (og með nokkuð breytta meðlimaskipan í gegnum tíðina) en skyldleikinn við hina upprunalegu sveit er nú orðinn fremur lítill. Hópurinn sem upphaflega skipuðu Strandaglópa hafði starfað saman frá árinu 1989 en ekki er þó…

Maskínan (1991)

Hljómsveit Maskínan frá Akureyri starfaði 1991 og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar þá um vorið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Jón Árnason gítarleikari, Valur Halldórsson söngvari og trommuleikari (Amma Dýrunn, Bylting), Sumarliði Helgason bassaleikari (Bylting, Hvanndalsbræður) og Halldór Stefánsson gítarleikari. Maskínan komst ekki í úrslit tilraunanna og varð líklega ekki langlíf.

Marmelaði (1993-94)

Hljómsveitin Marmelaði (Marmilaði) frá Akureyri starfaði árin 1993 og 94 og lék á dansleikjum víðs vegar um landið. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Karl Örvarsson söngvari [?], Jakob Jónsson gítarleikari [?], Jón Rafnsson bassaleikari [?] og Valur Halldórsson trommuleikari [?].

Vinir og synir (1992)

Í upphafi árs 1992 var sett saman hljómsveit á Akureyri til að leika á söngskemmtun í Sjallanum, sem bar yfirskriftina Það er svo geggjað – saga af sveitaballi. Söngvarar í sýningunni voru Rúnar Júlíusson, Karl Örvarsson, Jakob Jónsson og Díana Hermannsdóttir. Meðlimir sveitarinnar, sem hlaut nafnið Vinir og synir, voru áðurnefndur Jakob sem einnig lék…

Bylting (1992-)

Hljómsveitin Bylting á sér sögu sem nær allt til ársins 1989 þótt ekki hafi hún allan tímann starfað undir sama nafni. Kjarni sveitarinnar, sem er upphaflega frá Árskógsströnd, hefur starfað saman síðan árið 1989 en það var þó ekki fyrr en 1992 sem hún hlaut nafnið Bylting, áður gekk hún  undir nafninu Strandaglópar. Meðlimir hennar…

Amma Dýrunn (1987-94)

Amma Dýrunn var akureysk hljómsveit sem starfaði um nokkurra ára skeið á tíunda áratug liðinnar aldar. Amma Dýrunn hlaut nafn sitt vorið 1990 en meðlimir hennar höfðu þá reyndar starfað saman meira og minna frá 1987 undir öðrum nöfnum. Sveitin lék á böllum, einkum norðanlands til sumarsins 1994 eða jafnvel lengur en einhverjar mannabreytingar höfðu…