Vonbrigði (1981-86 / 2001-)

Í hugum flestra er hljómsveitin Vonbrigði sterkbundin ímynd kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík (1982) enda ómaði upphafslag myndarinnar (Ó, Reykjavík) flutt af sveitinni, í partíum og útvarpi lengi vel á eftir og hefur þannig orðið samofið pönkinu og þeirri bylgju sem fylgdi á eftir. Það var þó varla nema í byrjun sem spyrða má Vonbrigði við…

Englaryk (1978-81)

Pönksveitin Englaryk var annar undanfari hljómsveitarinnar Vonbrigða, sem síðar varð hlutgervingur íslensks pönks enda átti titillag þeirrar sveitar ekki lítinn þátt í að kynna kvikmyndina Rokk í Reykjavík. Englaryk mun hafa verið nokkuð langlíf sveit á þess tíma mælikvarða, hún var líklega stofnuð 1978 af þeim Jóhanni Vilhjálmssyni gítarleikara, Jökli Friðfinnssyni bassaleikara, Grétari [?] og…

Hrúgaldin (1980)

Hrúgaldin var hljómsveit í Breiðholtinu starfandi um 1980, hún var undanfari Vonbrigða og var að mestu skipuð þeim sömu og voru í þeirri sveit. Árni Kristjánsson gítarleikari, Gunnar Ellertsson bassaleikari og Þórarinn Kristjánsson trommuleikari voru líklega í Hrúgaldinum. Sveitin hét einnig um tíma Raflost.

Raflost [2] (1980)

Hljómsveitin Raflost starfaði í kringum 1980 og innihélt m.a. Gunnar Ellertsson bassaleikara og bræðurna Þórarin og Árna Kristjánssyni sem spiluðu á trommur og gítar. Þremenningarnir stofnuðu síðar pönksveitina Vonbrigði en höfðu allir verið í Hrúgaldin áður.