Þremill (1975-76)

Þremill

Þjóðlagatríóið Þremill starfaði í nokkra mánuði 1975 og 76 og flutti blöndu af þjóðlögum og frumsömu efni. Sverrir Guðjónsson, Sæmundur Grétar Haraldsson og Kjuregej Alexandra skipuðu tríóið, öll sungu þau og léku á ásláttarhljóðfæri en Sverrir og Sæmundur léku einnig á gítara.

Þremill var stofnaður haustið 1975 og kom þónokkuð oft fram á þeim tíma sem þau störfuðu, s.s. í sjónvarpi og á þjóðlagahátíðum en nokkur þjóðlagavakning var þá í gangi. Tríóið hætti störfum um mitt sumarið 1976.