Þrívídd (1986-88)

Ólafur Þórarinsson (Labbi í Glóru) starfrækti um tíma á níunda áratugnum hljómsveitina Þrívídd sem gerði út á sveitaböll á Suðurlandi en þar fór hann mikinn um það leyti, rak og var í sveitum eins og Kaktus og Karma einnig.

Þrívídd var sett á laggirnar um vorið 1986 og í byrjun voru auk Labba sem lék á gítar, þeir Helgi Kristjánsson (sem líklega spilaði á bassa) og Guðmar Ragnarsson hljómborðsleikari. Skömmu síðar bættust trommuleikarinn Ólafur Bachmann og Hjördís Geirsdóttir sem sá um sönginn.

Þannig starfaði Þrívídd til ársins 1988.