Paradís
(Lag Síðan skein sól / Helgi Björnsson)
Hei, þú veist ekki hvað verður.
Lífið, það er óútreiknanlegt.
Tíminn nemur ekki staðar,
heldur heldur áfram endalaust.
Segðu halló
við hafið,
halló, við himininn.
Lífið er leikur
í paradís.
Ekki gleyma þér við vinnu.
Reyndu’ að slake soldið á.
Áður en þú veist ertu’ orðinn gamall
og engar minningar þú átt.
[af plötunni Síðan skein sól – Ég stend á skýi]