Ég kem með kremið

Ég kem með kremið
(Lag / texti: Svavar Pétur Eysteinsson)

Hjónabandssæla í ofninum
og Haukur á fóninum
og allt í orden.

Það er að hitna í kolunum
og kvikna í kofanum
alveg eins og í den.

Hetjurnar blikka á skjánum
og ég skríð undir teppi
til að hafa það næs.

Mér snögghitnar á tánum,
ég mýkist í hnjánum
og ég gef frá mér dæs.

Allt er farið að glansa
mig langar til að dansa
held ekki aftur af mér.

Svona á lífið að vera
ég er einföld mannvera
og vil hafa það ljúft.

Flest verkefni eru flókin
lítið bítur á krókinn
allt bara frekar súrt.

En þegar ég halla mér aftur
nær mér ei nokkur kjaftur
ég er orðinn þéttur.
 
[af plötunni Prins Póló – Sorrí]