Ströndin [2]

Ströndin
(Lag / texti: Mammút / Katrína Mogensen)

Heyri heiðina kólna,
finn hún leitar á mig.
Yfir slétturnar á mig kallar kuldinn,
komdu heim.

Í hringi snýrð mér áfram
til þín steina ég ber.
Með tár í blindum augum
kyssi ég þig.

Ég kem aldrei aftur,
en höldum áfram saman nú.
Höldum áfram saman nú.

Voðaskot mun sækja mig,
það dreymir til mín,
með slætti það mig heggur
í helgu vatni nú ég frýs.

Bergmálaðu sláttinn aftur,
berðu hann á mig og faðmaðu
mig fastar, oftar því mig verkjar enn.

Ég kem aldrei aftur,
en höldum áfram saman nú.
Höldum áfram saman nú.

[af plötunni Mammút – Komdu til mín svarta systir]