Afmælisbörn 26. febrúar 2022

Björn Ólafsson

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á lista Glatkistunnar:

Það er fiðluleikarinn Björn Ólafsson sem átti þennan afmælisdag en hann lést árið 1984. Björn (f. 1917) er talinn meðal frumkvöðla í íslensku tónlistarlífi að mörgu leyti, hann hafði numið hér heima af Þórarni Guðmundssyni en fór síðan til Austurríkis í framhaldsnám og var alltaf ætlunin að starfa þar en heimsstyrjöldin síðari kom í veg fyrir það. Björn varð fyrsti konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og reyndar var talað um hann sem föður sveitarinnar í minningargrein sem birtist um hann. Hann kenndi mörgum af þeim fiðluleikurum sem síðar störfuðu með honum í sinfóníuhljómsveitinni.

Vissir þú að árið 1955 kom út hefti eftir Jón R. Kjartansson sem hafði að geyma skrá yfir hljómplötur sem höfðu komið út á Íslandi 1907-1955?