
Erlingur Vigfúss
Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar á þessum degi:
Erlingur Vigfússon óperusöngvari frá Hellissandi hefði átt afmæli í dag en hann fæddist á þessum degi árið 1936. Eftir söngnám í Reykjavík fór Erlingur til framhaldsnáms á Ítalíu og síðar Þýskalands þar sem hann starfaði síðan við Kölnaróperuna frá 1969 til 1998 þegar hann kom heim. Ekki er að finna margar plötur með söng hans en hann má þó heyra á nokkrum safnplötum með íslenskum einsöngvurum auk þess sem hann söng einsöng með Karlakórnum Fóstbræðrum á nokkrum plötum í kringum 1960. Erlingur lést 2005.
Vissir þú að Friðjón Þórðarson sem var dóms- og kirkjumálaráðherra var einn meðlima söngkvartettsins Leikbræðra?