Húnarnir [2] (2014)

Hljómsveit sem bar nafnið Húnarnir starfaði sumarið 2014 og var hugsanlega sett sérstaklega saman fyrir ferð Íslenska vitafélagsins til Noregs á norræna strandmenningarhátíð en sveitin kynnti þar íslenska tónlist í tengslum við strandmenningu. Svo virðist sem sveitin hafi einvörðungu starfað í kringum þessa hátíð en verið lögð niður að henni lokinni. Húnana skipuðu þau Snorri…

Súellen (1983-)

Hljómsveitin Súellen er án nokkurs vafa þekktasta sveit sem komið hefur frá Norðfirði en tónlistarlíf var æði blómlegt þar í bæ á níunda áratug síðustu aldar. Sveitin var ein af fjölmörgum fulltrúum landsbyggðarinnar sem gerðu garðinn frægan um og eftir miðjan níunda áratuginn, hún var þó ekki eiginleg gleðipoppsveit í anda Greifanna, Stuðkompanísins eða Skriðjökla…

Fjórir fjörugir [2] (1994-99)

Hljómsveitin Fjórir fjörugir starfaði á Akureyri í nokkur ár seint á síðustu öld og lék austu-evrópska tónlist í bland við annað. Sveitin kom fyrst fram á sjónarsviðið 1994 og kallaðist þá Fjórir fjörugir á Týrólabuxum, það nafn hélst við þá félaga í um tvö ár en eftir það styttu þeir það og kölluðu sig eftir…

XD3 (1991-2003)

Hljómsveitin XD3 var um tíma áberandi í tónlistarlífinun á Héraði en sveitin starfaði í á annan áratug. Sveitin var stofnuð að öllum líkindum 1991 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Gunnlaugur Ólafsson gítarleikari, Jónas Þór Jóhannsson harmoniikkuleikari og Ragnar Þorsteinsson trommuleikari. Segja má að XD3 hafi haldist fremur illa á gítarleikunum en tveimur árum…

Óvænt ánægja [2] (1994)

Óvænt ánægja var hljómsveit starfandi á Akureyri. Meðlimir hennar voru Ármann Einarsson, Haukur Pálmason og Ingvar Valgeirsson en ekki liggur fyrir hvaða hlutverk hver og einn hafði í sveitinni. Sveitin var að öllum líkindum skammlíf.

Ökklabandið (1986-90)

Hljómsveitin Ökklabandið var frá Egilsstöðum og starfaði um fjögurra ára skeið, þessi sveit var nokkuð skyld Dúkkulísunum sem þá hafði gert garðinn frægan um allt land. Ökklabandið var stofnuð haustið 1986 upp úr hljómsveitinni Náttfara og var þá skipuð Ármanni Einarssyni hljómborðs- gítar- og saxófónleikara, Friðrik Lúðvíkssyni gítarleikara, Guðbjörgu Pálsdóttur trommuleikara, Jóni Inga Arngrímssyni bassaleikara og…

Hross í haga með gras í maga og rafmagnsgirðing allt í kring (1983-87)

Hljómsveit frá Egilsstöðum fær þann heiður að bera eitt frumlegasta nafn fyrr og síðar en það var Hross í haga með gras í maga og rafmagnsgirðing allt í kring, í daglegu tali var sveitin þó iðulega bara nefnd Hross í haga. Heimildir eru örlítið misvísandi um starfstíma sveitarinnar, hún er bæði sögð hafa starfað 1983-85…

Steinblóm [3] (1981-82)

Hljómsveitin Steinblóm (hin þriðja) starfaði á Héraði veturinn 1981-82. Meðlimir sveitarinnar voru Elvar Vignisson bassaleikari, Gissur Kristjánsson gítarleikari, Rögnvaldur Jónsson gítarleikari, Sigurður Jakobsson trommuleikari, Stefán Ó. Stefánsson söngvari og Ármann Einarsson saxófónleikari. Sveitin gekk einhvern hluta líftíma síns undir nafninu Rimma.