Söngfélag Flateyrar (1882-87)

Söngfélag Flateyrar (Söngfjelag Flateyrar) starfaði að líkindum um fimm ára skeið undir lok nítjándu aldar (á árunum 1882-87) en slík félög voru þá að ryðja sér til rúms um land allt. Tvennar sögur fara af því hver stofnaði söngfélag þetta, annars vegar er talað um Jónas [?] iðnaðarmann sem lært hafði hjá nafna sínum Jónasi…

Söngfélag Ísfirðinga (1876-1906)

Söngfélag Ísfirðinga eða Söngfélag Ísafjarðar var eitt eða fleiri söngfélag/kór sem starfaði í kringum aldamótin 1900 á Ísafirði, ekki er ólíklegt að um hafi verið að ræða nokkur söngfélög sem störfuðu hvert í kjölfar annarra en heimildir eru margar fremur misvísandi og vísa sumar hverjar þvert á aðrar. Það mun hafa verið Björn Kristjánsson sem…

Condemned (1992)

Reykvíska dauðarokksveitin Condemned starfaði 1992 og keppti það ár í Músíktilraunum. Sveitin var þá skipuð þeim Árna Sveinssyni söngvara, Sigurjóni Alexanderssyni gítarleikara, Friðfinni Sigurðssyni trommuleikara, Bárði Smárasyni bassaleikara og Agli Tómassyni gítarleikara. Arnar Guðjónsson gítarleikari (Sororicide, Leaves o.fl.) gekk til liðs við sveitina strax eftir Músíktilraunir. Sveitin starfaði um nokkurra mánaða skeið og hætti líklega…

Cranium (1990-95)

Dauðrokksveitin Cranium var stofnuð 1990 af Sigurði Guðjónssyni gítarleikara (Fallega gulrótin o.fl.) og Ófeigi Sigurðarsyni bassaleikara og söngvara (Moondogs). Sveitin kom úr Reykjavík og tók m.a. þátt í Músíktilraunum Tónabæjar 1992. Meðlimir Cranium voru þá þeir áðurnefndur Sigurður og Ófeigur, Hörður S. Sigurjónsson trommuleikari, og Björn Darri Sigurðarson gítarleikari. Hljómsveitin tók aftur þátt í tilraununum árið…

No comment (1991)

No Comment var hljómsveit úr Kópavogi og starfaði 1991. Árni Sveinsson, Halldór Geirsson og Kristinn Arnar Aspelund voru söngvarar sveitarinnar en Hlynur Aðils var gítar-, hljómborðs- og tölvuleikari. Sveitin keppti í Músíktilraunum vorið 1991 en komst ekki áfram. Hlynur hlaut hins vegar verðlaun sem efnilegasti hljómborðsleikari keppninnar það árið. Sveitin varð ekki langlíf.