Skólahljómsveitir Samvinnuskólans á Bifröst (1955-87)

Samvinnuskólinn á Bifröst starfaði undir merkjum Samvinnuhreyfingarinnar í áratugi, fyrst í Reykjavík frá 1918 en á Bifröst í Borgarfirði frá 1955 þar til skólinn var færður á háskólastig 1988 en þar starfar hann enn sem sjálfseignastofnun á háskólastigi. Strax á Reykjavíkur-árum samvinnuskólans var eins konar félagslíf komið til sögunnar og á dansleikjum hans voru ýmist…

Sítrónukvartettinn (1975-77)

Sítrónukvartettinn svokallaði var söngkvartett nemenda við Samvinnuskólann á Bifröst í Borgarfirði, sem starfaði þar á árunum 1975 til 77. Meðlimir kvartettsins voru þeir Sigurður Jóhannesson, Freysteinn Sigurðsson, Vigfús Hjartarson og Jón Hallur Ingólfsson, ekki liggur fyrir hvaða raddir þeir félagar sungu en Sigurður og Freysteinn léku aukinheldur á gítara. Sítrónukvartettinn naut töluverðra vinsælda á Bifröst…

Bifróvision [tónlistarviðburður] (1960-)

Söngvarakeppnin Bifróvision (Bifróvisjón) á sér langa hefð á Bifröst í Borgarfirði, fyrst við Samvinnuskólann og síðar Háskólann á staðnum. Keppnin mun fyrst hafa verið haldin árið 1960 (ein heimild segir reyndar 1962) en hún hlaut ekki nafn sitt fyrr en um 1980, þegar farið var að kalla hana Bifróvision en um það leyti voru Íslendingar…

Skræpótti fuglinn (1986-87)

Hljómsveitin Skræpótti fuglinn var stofnuð í Samvinnuskólanum á Bifröst haustið 1986 og lék m.a. undir í söngkeppni skólans, Bifróvision, vorið 1987. Sveitin var ennfremur skráð til leiks í Músíktilraunum en mætti ekki á svæðið. Líklega starfaði hún aðeins þetta eina skólaár. Meðlimir Skræpótta fuglsins voru þeir Jón Arnar Freysson hljómborðsleikari (Baraflokkurinn), Heiðar I. Svansson gítarleikari,…

Upplyfting (1975-)

Saga hljómsveitarinnar Upplyftingar er nær samfelld frá árinu 1975 og hún telst því vera með eldri sveitum landsins, oft er hún sögð vera frá Samvinnuskólanum á Bifröst – stofnuð þar 1979 eða 80 en hún er nokkrum árum eldri en það og kemur upphaflega frá Hofsósi. Eitt megin einkenni Upplyftingar er, reyndar eins og hjá…