Yfir 400 söngtextar bætast við Glatkistuna

Á fimmta hundrað sönglagatextar hafa nú bæst í textasafn Glatkistunnar en textasafnið á vefsíðunni spannar nú um þrjú þúsund slíka, þeirra á meðal má finna allt frá algengustu partíslögurum til sjaldheyrðra texta sem hvergi annars staðar er að finna á víðáttum Internetsins. Í þessum nýja skammti kennir ýmissa grasa og hér er helst að nefna…

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar (1995-)

Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar er um margt merkileg hljómsveit en segja má að verkefni hennar hafi í gegnum tíðina verið tvíþætt, fyrir utan að vera venjuleg hljómsveit sem leikur á dansleikjum af ýmsu tagi hefur sveitin haft það megin markmið að varðveita og gefa út alþýðutónlist af austanverðu landinu – tónlist sem annars hefði horfið af…

Afmælisbörn 14. mars 2022

Í dag eru fjögur tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum…

Friðjón Ingi Jóhannsson (1956-)

Tónlistarmaðurinn Friðjón Ingi Jóhannsson hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi, starfað með fjölmörgum hljómsveitum og m.a. starfrækt hljómsveit í eigin nafni en hún var stofnuð á Egilsstöðum árið 1995 og hefur haft það meginmarkmið að varðveita alþýðutónlist af austanverðu landinu, tónlist sem annars hefði horfið í glatkistuna. Friðjón Ingi Jóhannsson er fæddur vorið 1956…

Afmælisbörn 14. mars 2021

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Bernharður St. Wilkinson (Bernard Wilkinson) stjórnandi og flautuleikari er sjötugur í dag og á því stórafmæli. Hann er Breti sem kom hingað til lands 1975 til að leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands og hefur starfað hér meira og minna síðan, leikið inn á fjöldann allan af plötum…

Mánatríóið [1] (1985-86)

Veturinn 1985 til 86 starfaði hljómsveit á Héraði undir nafninu Mánatríóið og voru meðlimir þeirrar sveitar Þorvarður B. Einarsson gítarleikari, Stefán Bragason hljómborðsleikari og Friðjón Jóhannsson bassaleikari. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hver þeirra söng en líklegast hlýtur að teljast að Friðjón hafi verið í því hlutverki.

Völundur (1972-77)

Hljómsveitin Völundur er án nokkurs vafa ein þekktasta hljómsveit sem starfaði á austanverðu landinu á áttunda áratug síðustu aldar, það er þó ekki fyrir gæði eða vinsældir sem sveitin hlaut athygli heldur miklu fremur vegna blaðaskrifa og ritdeilna um sveitina. Sveitin starfaði á Egilsstöðum og voru meðlimir hennar þaðan og úr nágrenninu, hún var stofnuð…

Bigg-fí-band (1975-77)

Bigg-fí-band var hljómsveit starfrækt á Héraði um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin var stofnuð haustið 1975 og var til að byrja með dúett sem þeir Birgir Björnsson hljómborðsleikari og Friðjón Jóhannsson gítarleikari skipuðu. Réttu ári síðan bættust þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari og Þórarinn Rögnvaldsson gítarleikari í sveitina og við þær breytingar færði…

Bergmál [2] (1986-87 / 1991-95)

Danshljómsveitin Bergmál starfaði á Egilsstöðum um árabil og gerði reyndar víðreisn um landið um tíma. Skipta má sögu Bergmáls í tvö tímaskeið. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og starfaði fyrst í um eitt ár eða fram á sumarið 1987, meðlimir hennar í upphafi voru Friðjón Jóhannsson bassaleikari (Mánatríó, Panic o.fl.), Sigurður Jakobsson trommuleikari (Fásinna, Nefndin…

Tríó Eyþórs (1987-91)

Austfirska hljómsveitin Tríó Eyþórs var eins konar angi af hljómsveitinni Bergmál sem starfaði á Héraði en tríóið starfaði á árunum 1987 til 91, hugsanlega þó með einhverjum hléum. Svo virðist sem sveitin hafi jafnvel einnig verið starfandi 1997. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Jakobsson trommuleikari, Friðjón Jóhannsson bassaleikari og Eyþór Hannesson hljómborðsleikari og hljómsveitarstjóri en…

Thule 2,5% (1972)

Upplýsingar um hljómsveitina Thule 2,5% óskast sendar Glatkistunni en hún var starfandi á Eiðum 1972, að öllum líkindum við Alþýðuskólann. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðjón Jóhannsson bassaleikari og söngvari, Steinar Björgvinsson trommuleikari og Þorvarður Bessi Einarsson gítarleikari.

Panic [1] (1977-79)

Upplýsingar um hljómsveitina Panic sem starfaði á Héraði á áttunda áratug síðustu aldar eru fremur af skornum skammti. Panic var stofnuð haustið 1977 og voru meðlimir hennar í upphafi Friðjón Jóhannsson bassaleikari, Gunnlaugur Gunnlaugsson trommuleikari, Gunnlaugur Ólafsson gítarleikari og Jónas Þ. Jóhannsson hljómborðsleikari. Að öllum líkindum hætti Friðjón í sveitinni sumarið 1978 og tók þá…

Aðalsteinn Ísfjörð – Efni á plötum

Jón Hrólfsson og Aðalsteinn Ísfjörð – Samspil Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 27 Ár: 1984 1. Champagne polka 2. Hilsen fra Mälselv 3. Hjortlands reinlender 4. Serenade in the night 5. Jämtgubben polka 6. Scottish brilliante 7. Prior accordion club march 8. Balled i Belgium 9. I ur och skur 10. Veiðimaðurinn 11. Blomsterbuketten 12. Skärgårdsflirt 13.…

Leikbræður – Efni á plötum

Leikbræður [78 sn.] Útgefandi: Tónika Útgáfunúmer: P 113 Ár: 1954 1. Borgin við sæinn 2. Fiskimannaljóð frá Capri Flytjendur Friðjón Jóhannsson – söngur Gunnar Einarsson – söngur Ástvaldur Magnússon – söngur Torfi Magnússon – söngur Tríó Magnúsar Péturssonar – Erwin Koeppen – kontrabassi – Magnús Pétursson – píanó – Eyþór Þorláksson – gítar Leikbræður [78 sn.] Útgefandi:…

Skrugga (1982-84)

Hljómsveitin Skrugga var frá Egilsstöðum og starfaði í um tvö og hálft ár, frá því um haustið 1982 til vorsins 1984. Meðlimir sveitarinnar voru Eyþór Hannesson hljómborðsleikari, Friðjón Jóhannsson bassaleikari, Friðrik Lúðvíksson gítarleikari, Ragnar Þorsteinsson trommuleikari og Stefán Bragason hljómborðsleikari. Eyþór hætti í Skruggu vorið 1983.