Hugsjón [2] (1970-71)

Hljómsveit að nafni Hugsjón starfaði um eins árs skeið á Dalvík í upphafi áttunda áratugarins. Hugsjón var stofnuð vorið 1970 og voru meðlimir hennar Ingólfur Jónsson hljómborðsleikari, Páll Gestsson gítarleikari, Rúnar Rósmundsson gítarleikari, Friðrik Halldórsson bassaleikari, Friðrik Friðriksson trommuleikari og Sólveig Hjálmarsdóttir söngkona. Sveitin starfaði um eins árs skeið og lék mestmegnis á heimaslóðum en…

Safír [1] (1969)

Hljómsveit starfaði í Mývatnssveit sumarið 1969 undir nafninu Safír, ekki liggur þó fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði. Meðal meðlima Safír var Friðrik Friðiksson trommuleikari sem síðar starfaði með sveit á Dalvík undir sama nafni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi þessarar sveitar og er óskað eftir þeim hér með.

S.O.S. [1] (1951-53)

Hljómsveit sem bar heitið S.O.S. (SOS) og gekk ýmist undir S.O.S. tríó eða kvartett heitinu (jafnvel Danshljómsveit S.O.S.) starfaði snemma á sjötta áratug síðustu aldar, á árunum 1951-53. Þessi sveit starfaði líkast til fyrir austan fjall og spilaði þar mest s.s. í Árnes- og Rangárvallasýslu en einnig á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum (1953) og reyndar eitthvað…

Friðrik Friðriksson [2] (1949-2025)

Friðrik Friðriksson fyrrum sparisjóðsstjóri á Dalvík getur vart annað en talist menningarfrömuður í bænum en hann kom mikið að því að efla hvers kyns menningarstarf þar auk þess að gefa út plötur með fólki úr héraðinu. Friðrik Reynir Friðriksson var fædddur á Dalvík 1949 og lék hann á trommur með nokkrum hljómsveitum á sínum yngri…

Friðrik Friðriksson [1] (1868-1961)

Sr. Friðrik Friðriksson er þekktastur fyrir að stofna annars vegar knattspyrnufélagið Val og KFUM og K, þar sem honum er eðlilega gert hátt undir höfði en hann hefur einnig tengingu við íslenska tónlistarsögu, annars vegar með stofnun lúðrasveitar og karlakórs og hins vegar með ljóðum sem hann samdi á sínum tíma en hafa nú verið…

Foxes (1966-68)

Bítlahljómsveitin Foxes var starfrækt í Héraðsskólanum að Laugum í Reykjadal í Þingeyjasýslu um tveggja vetra skeið árin 1966-68, sveitin sem var skólahljómsveit starfaði einnig utan skólans og lék m.a. á þorrablótum og annars konar samkomum og dansleikjum. Það voru þeir Friðrik Friðriksson trommuleikari, Sæmundur Harðarson gítarleikari, Sigfús Illugason bassaleikari og Pálmi Gunnarsson sem spilaði á…

Safír [2] (1971-73)

Á Dalvík starfaði hljómsveit sem bar heitið Safír, á árunum 1971 til 73 en hún var stofnuð upp úr hljómsveitinni Hugsjón. Meðlimir Safír voru Hafliði Ólafsson söngvari, hljómborð- og harmonikkuleikari, Friðrik Friðriksson trommuleikari og söngvari, Einar Arngrímsson bassaleikari, Rúnar Rósmundsson gítarleikari og söngvari og Sigurpáll Gestsson gítarleikari. Safír hafði þá sérstöðu meðal hljómsveita norðan heiða…

La bella lúna end ðe lúní tjúns (1987-)

La Bella lúna end ðe lúní tjúns er hljómsveit sem hefur starfað á Stöð 2 um árabil, hún var stofnuð á upphafsárum sjónvarpsstöðvarinnar og er í raun enn starfandi þó lítið hafi farið fyrir henni síðan 2005. Sveitin var stofnuð 1987 og lék á öllum helstu skemmtunum innan Stöðvar 2 næstu árin, skipan hennar var…