Hvanneyrarkvartettinn [2] (1965-68)
Hvanneyrarkvartettinn starfaði innan Bændaskólans á Hvanneyri á árunum 1965-68 en hann var einn þeirra sönghópa og kóra sem Ólafur Guðmundsson kennari við skólann stjórnaði, um áratug fyrr hafði t.a.m. annar slíkur kvartett starfað í skólanum. Ólafur var jafnframt undirleikari kvartettsins. Hvanneyrarkvartettinn var skipaður þeim Jóni Hólm Stefánssyni fyrsta tenór, Ólafi Geir Vagnssyni öðrum tenór, Jóhannesi…










