Hvanneyrarkvartettinn [2] (1965-68)

Hvanneyrarkvartettinn starfaði innan Bændaskólans á Hvanneyri á árunum 1965-68 en hann var einn þeirra sönghópa og kóra sem Ólafur Guðmundsson kennari við skólann stjórnaði, um áratug fyrr hafði t.a.m. annar slíkur kvartett starfað í skólanum. Ólafur var jafnframt undirleikari kvartettsins. Hvanneyrarkvartettinn var skipaður þeim Jóni Hólm Stefánssyni fyrsta tenór, Ólafi Geir Vagnssyni öðrum tenór, Jóhannesi…

Hljómsveit Sigrúnar Jónsdóttur (1960)

Sigrún Jónsdóttir var meðal þekktustu söngkvenna Íslands á sjötta áratug síðustu aldar og hafði þá sungið stórsmelli á borð við Fjóra káta þresti og Lukta-Gvend Hún hafði um tíma starfað með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar en þegar sú sveit hætti störfum vorið 1960 varð úr að Sigrún tók við stjórn hljómsveitarinnar af Magnúsi, og hlaut sveitin…

Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar (1957-72 / 1981-82)

Magnús Ingimarsson píanóleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni en ein þeirra var afar vinsæl húshljómsveit á Röðli til margra ára og um leið stúdíóhljómsveit sem lék inn á fjölda hljómplatna en Magnús starfaði á annan áratug sem útsetjari og hljómsveitarstjóri fyrir SG-hljómplötu-útgáfuna. Fyrsta hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar starfaði undir lok sjötta áratugarins en ekki liggja…

Hljómsveit Gunnars Ormslev (1950-71)

Gunnar Ormslev saxófónleikari starfrækti nokkrar hljómsveitir í eigin nafni frá sjötta og fram á áttunda áratug síðustu aldar en þekktust þeirra sveita var án nokkurs vafa sú sem fór til Sovétríkjanna á heimsmót æskunnar og vakti þar mikla athygli en Haukur Morthens var þá söngvari sveitarinnar. Gunnar hafði starfrækt hljómsveit (GO kvintett) á síðari hluta…

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Sveitó [1] (1966-69)

Bítlahljómsveitin Sveitó var starfrækt á Blönduósi síðari hluta sjöunda áratugar liðinnar aldar og lék þá nokkuð á dansleikjum í heimasveitinni. Sveitó var stofnuð haustið 1966 og lét að sér kveða fljótlega á Blönduósi, lék þá t.a.m. á dansleikjum tengdum Húnavöku en einnig almennum dansleikjum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Baldur Valgeirsson söngvari, Gunnar Sigurðsson trommuleikari (sem…

Savanna tríó (1961-67 / 1990)

Savanna tríóið var í fararbroddi íslenskra þjóðlagatríóa sem nutu vinsælda á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Tríóið sótti fyrirmynd sína til hins bandaríska Kingston tríós en fór brátt eigin leiðir í tónlistarsköpun sinni. Savanna tríóið fékk nafn sitt í upphafi árs 1962 en hafði þá í raun verið starfandi í nokkra mánuði, upphaflega…

Dúmbó sextett (1960-69 / 1977-78)

Saga hljómsveitarinnar Dúmbó er bæði margslungin og flókin, spannar langan tíma og inniheldur fjölmargar mannabreytingar – svo mjög að ekki er víst að þessi umfjöllun nái utan um þær allar. Sögu sveitarinnar er reyndar líklega enn ekki lokið því hún kemur reglulega saman og leikur opinberlega. Hljómsveitin Dúmbó (Dumbo/Dumbó) var stofnuð í Gagnfræðaskóla Akraness vorið…

Roð (1997-99)

Pönkhljómsveitin Roð frá Húsavík starfaði skömmu fyrir síðustu aldamót og vakti nokkra athygli sérstaklega fyrir beinskeytta texta en náði ekki að koma frá sér miklu efni í útgáfuformi. Sveitin var hluti af húsvísku pönksenunni seinni part tíunda áratugarins en þá var heilmikil vakning norðanlands, sem leiddi ýmist af sér sveitir sem kepptu í Músíktilraunum eða…

Carpe diem (1991-92)

Carpe diem var rokksveit úr Reykjavík, stofnuð upp úr annarri sveit Dagfinni dýralækni sem tekið hafði þátt í Músíktilraunum 1991. Sveitin tók þátt í tilraununum árið eftir, 1992 og voru meðlimir hennar þá Franz Gunnarsson gítarleikari (Ensími o.fl.), Guðmundur Jón Ottósson gítarleikari, Helgi Örn Pétursson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson söngvari og Björn Hermann Gunnarsson trommuleikari. Sveitin…

Tónik [1] (1961)

Hljómsveitin Tónik (Tónik kvintett) var stofnuð af Elfari Berg píanóleikara (Lúdó sextett o.fl.) í ársbyrjun 1961. Aðrir meðlimir voru Björn Björnsson trommuleikari, Guðjón Margeirsson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson gítarleikari, Jón Möller básúnuleikari og Englendingurinn Cole Porter söngvari. Fyrst um sinn lék sveitin í Vetrargarðinum og síðar víðar en hún var ýmist nefnd Tónik eða Tónik kvintett…