Afmælisbörn 1. mars 2025

Í dag eru sjö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður (1944-2022) átti afmæli á þessum degi. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu til styrktar…

Hljómsveit Önnu Vilhjálms (1969-70 / 1990-2002)

Söngkonan Anna Vilhjálmsdóttir starfrækti hljómsveitir í eigin nafni sem léku mikið á svokölluðum dansstöðum höfuðborgarsvæðisins á tíunda áratug síðustu aldar en hún hafði verið með vinsælustu söngkonum landsins á sjöunda áratugnum og hafði reyndar stofnað hljómsveit undir lok hans. Anna hafði notið vinsælda m.a. með hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar og sungið inn á plötu með þeirri…

Hljómsveit Stefáns P. (1976-)

Líklega hafa fáar hljómsveitir á Íslandi verið jafn langlífar og Hljómsveit Stefáns P. Þorbergssonar flugmanns en sveit hans hefur starfað nokkuð samfleytt frá árinu 1976 en stopulla síðustu áratugina, hún hefur þó aldrei hætt störfum. Sveitin hefur e.t.v. ekki verið mest áberandi eða vinsælasta hljómsveitin hvað útgefna tónlist varðar en hún hefur þó sent frá…

Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar (1978-)

Tónlistarmaðurinn góðkunni Magnús Kjartansson hafði starfað með fjölmörgum þekktum hljómsveitum á sjöunda og áttunda áratugnum og meðal þeirra má nefna sveitir eins og Trúbrot, Hauka, Júdas og Óðmenn en það var ekki fyrr en undir lok áttunda áratugarins sem hann stofnaði í fyrsta sinn hljómsveit í eigin nafni, eftir það starfrækti hann slíka sveit linnulítið…

Afmælisbörn 1. mars 2024

Í dag eru sex tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður (1944-2022) átti afmæli á þessum degi. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu til styrktar…

Afmælisbörn 1. mars 2023

Í dag eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Árni Johnsen Vestmannaeyingur og fyrrverandi alþingismaður er sjötíu og níu ára gamall í dag. Hann var framarlega í þjóðlagasöngvaravakningunni um og upp úr 1970, m.a. í félagsskapnum Vikivaka og kom oft fram á samkomum því tengt. Hann var einnig hluti af Eyjaliðinu sem gaf út plötu…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2022

Það er við hæfi um áramót að minnast þeirra sem féllu frá á árinu en hér má líta lista tónlistarfólks sem lést á árinu 2022 og kom að íslensku tónlistarlífi og -sögu með mismiklum og ólíkum hætti. Aðalsteinn Ísfjörð (1947-2022) – harmonikkuleikari Anna Guðný Guðmundsdóttir (1958-2022) – píanóleikari Ásgeir Jónsson (1962-2022) – söngvari (Baraflokkurinn o.fl.)…

Cogito (1970-)

Hljómsveitin Cogito var stofnuð í Hagaskóla árið 1970 og hefur í raun aldrei hætt störfum þótt starfsemi hennar hafi stundum legið niðri svo árum skiptir á stundum. Sveitin bar upphaflega heitið Cogito ergo sum (latn. Ég hugsa, þess vegna er ég) en þeir félagar styttu nafnið fljótlega í Cogito en þeir voru flestir lítt meðvitaðir…

Burgeisar (1987-88)

Hljómsveitin Burgeisar starfaði í nokkra mánuði 1987 og 88. Sveitin var stofnuð um haustið 1987 og lék fyrst um sinn á Hótel Sögu. Eftir áramótin 1987-88 var hún hins vegar ráðin sem húshljómsveit í Þórscafé en um það leyti var settur þar á svið Þórskabarettinn Svart og hvítt. Þar lék sveitin þar til hún hætti…

Birta (1973-75)

Hljómsveitin Birta starfaði í ríflega eitt ár um miðjan áttunda áratug síðustu aldar og lék einkum það sem kallað var „brennivínstónlist“, þ.e. dæmigerða sveitaballatónlist eftir aðra. Sveitin læddi þó einu og einu frumsömdu lagi inn á milli. Birta var stofnuð haustið 1973 af Björgvini Björgvinssyni trommuleikara en auk hans voru í sveitinni Birgir Árnason gítarleikari,…

Pónik [2] (1961-)

Saga hljómsveitarinnar Pónik (hinnar síðari) er með lengri hljómsveitasögum hérlendis og þótt sveitin hafi nú ekki komið fram í nokkur ár er ekki enn hægt að gefa út dánarvottorð á hana, tilurð hennar spannar um hálfa öld. Ýmsar heimildir hafa komið fram um hvenær Pónik var stofnuð og nokkrar þeirra gefa upp ártalið 1964, það…

Galabandið (1997-2000)

Hljómsveitin Galabandið starfaði á árunum 1997-2000 með hléum en söngkona sveitarinnar var Anna Vilhjálmsdóttir og reyndar var sveitin stundum kölluð Hljómsveit Önnu Vilhjálms enda var heimavöllur hennar skemmtistaðurinn Næturgalinn við Smiðjuveg í Kópavogi sem Anna rak í samstarfi við aðra konu – nafn sveitarinnar, Galabandið vísar einmitt til Næturgalans. Sveitin var stofnuð haustið 1997 og…