Afmælisbörn 22. júní 2025

Átta afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á sextíu og þriggja ára afmæli í dag. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur…

Afmælisbörn 22. júní 2024

Átta afmælisbörn úr tónlistargeiranum koma við sögu í dag: Eva Mjöll Ingólfsdóttir fiðluleikari á sextíu og tveggja ára afmæli í dag. Hún er af miklum tónlistarættum, nam fiðluleik hér heima á Íslandi áður en hún hélt til Belgíu, Sviss og Hollands til framhaldsnáms, hún menntaði sig einnig í Bandaríkjunum í tónsmíðum og hljómsveitastjórnun. Tvær plötur…

Hjörtur Blöndal (1950-)

Hjörtur Blöndal hefur ekki verið áberandi í íslensku tónlistarsenunni um margra áratuga skeið en hann var nokkuð þekktur tónlistarmaður um og upp úr 1970 og svo sem upptökumaður og útgefandi fáeinum árum síðar. Hann flutti erlendis og er í dag líklega sá Íslendingur sem hefur gefið út flestar plötur en plötutitlar hans (breiðskífur og smáskífur)…

Haukar [2] (1962-78)

Hljómsveitin Haukar hefur iðulega haft á sér hálf goðsagnakenndan blæ, tvennt er þá tínt til – annars vegar að sveitin hafi verið mikil djammsveit sem hafi farið mikinn á sviðinu í fíflaskap og gleði, hins vegar allar mannabreytingarnar í henni en Haukar hljóta að gera tilkall til fyrsta sætisins þegar kemur að fjölda meðlima meðan…

HB stúdíó [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1974-75)

HB studio / HB stúdíó var hljóðver og útgáfufyrirtæki sem tónlistarmaðurinn Hjörtur Blöndal starfrækti um eins og hálfs árs skeið um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar. Hljóðverið var sett á stofn í upphafi árs 1974 að Brautarholti 20 í Reykjavík, í þeim húsakynnum var skemmtistaðurinn Þórscafé til húsa en heildverslun Alberts Guðmundssonar hafði verið í…

Pónik [2] (1961-)

Saga hljómsveitarinnar Pónik (hinnar síðari) er með lengri hljómsveitasögum hérlendis og þótt sveitin hafi nú ekki komið fram í nokkur ár er ekki enn hægt að gefa út dánarvottorð á hana, tilurð hennar spannar um hálfa öld. Ýmsar heimildir hafa komið fram um hvenær Pónik var stofnuð og nokkrar þeirra gefa upp ártalið 1964, það…

Opus [1] (1972-76 / 1982-83)

Hljómsveitin Opus var að nokkru leyti skyld annarri sveit, Opus 4 sem hafði starfað örfáum árum áður en hún hafði á að skipa sömu meðlimum að hluta, þeim Hirti Blöndal og Sævari Árnasyni. Opus var stofnuð 1972 og var nokkuð áberandi í fjölmiðlum þá um haustið þar sem hún lék á böllum sem tengdust Fegurðarsamkeppni…

Jón [1] (1970-71)

Hljómsveit Jón var stofnuð síðsumars 1970 af tvíburunum Lárusi og Hirti Blöndal, í sveitinni voru áðurnefndir Lárus Blöndal gítarleikari og Hjörtur Blöndal söngvari en að auki voru þeir Bogi Gunnlaugsson bassaleikari og Gunnar Gunnarsson trommuleikari í henni. Sveitin varð skammlíf, starfaði fram yfir áramótin 1970-71 en lagði þá upp laupana. Þá hafði hún eingöngu leikið…

Mods [1] (1966-68)

Mods (hin fyrri) var bítlasveit, stofnuð um áramótin 1966-67. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Jónsson gítar- og orgelleikari, Kolbeinn Kristinsson gítarleikari, Sigurjón Sighvatsson bassaleikari og Sveinn Larsson trommuleikari, að auki skiptust þeir þrír fyrst töldu á að syngja. Upphaflega mun Jón Kristinsson (bróðir Kolbeins) hafa verið í sveitinni en upplýsingar liggja ekki fyrir um á…

Opus 4 (1967-70)

Opus 4 var soul- og blússveit sem spilaði sjaldan en þá iðulega á hálfgerðum jam-sessionum. Sveitin var stofnuð vorið 1967 og var þá skipuð Sigurði Karlssyni trommuleikara, Sævari Árnasyni gítarleikara og bræðrunum Lárusi gítarleikara og Hirti bassaleikara Blöndal. Þeir bræður hurfu síðan á braut sumarið 1968 og Jóhann Kristinsson bassaleikari, Gunnlaugur Sveinsson söngvari og Björgvin…