Skýborg (um 1971-72)

Á Akureyri starfaði hljómsveit undir nafninu Skýborg snemma á áttunda áratug síðustu aldar, líklega í kringum 1971 og 72 en meðlimir sveitarinnar voru þá á gagnfræðaskólaaldri. Liðsmenn Skýborgar voru þeir Hreinn Laufdal [?], Gunnar Friðriksson [?], Sigurður Albertsson [?], Sigfús E. Arnþórsson hljómborðsleikari [?] og Hermann Ingi Arason bassaleikari [?]. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum…

Flugfrakt (1980)

Vorið 1980 var stofnuð hljómsveit á Akureyri sem gekk undir nafninu Flugfrakt, sveitinni var ætlað stórt hlutverk og byrjaði á því að senda út fréttatilkynningu á alla fjölmiðla landsins þess efnis að hún myndi leika á fjölda dansleikja á næstunni og með fylgdi símanúmer. Sveitin spilaði hins vegar aldrei opinberlega og dó drottni sínu fljótlega.…

Betl (1993-97)

Betl var aldrei starfandi hljómsveit og hugsanlega kom hún fram opinberlega einungis tvisvar, eftir hana liggja þó tvær afurðir – snælda og geisladiskur. Upphaflega var Betl dúett, Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson og Hreinn Laufdal byrjuðu að vinna jólatónlist haustið 1993 með útgáfu í huga. Gallinn var reyndar sá að Rögnvaldur var staddur norðan heiða en Hreinn…

Jómfrú Camelía (um 1990)

Hljómsveit með þessu nafni starfaði í Reykjavík í kringum 1990. Meðlimir sveitarinnar voru Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Hreinn Laufdal trommuleikari, Halldór Bragason gítarleikari og Guðlaugur Hjaltason söngvari og gítarleikari. Sveitin gaf út eina snælda í fimmtíu eintökum en afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um þá útgáfu. Efni á plötum

Möðruvallamunkarnir (1982-83)

Hljómsveitin Möðruvallarmunkarnir frá Akureyri (einnig nefndir Munkarnir) starfaði um nokkurra mánaða skeið 1982 og 83, nafn hennar var fengið frá Davíð Stefánssyni frá Fagraskógi en hann skrifaði á sínum tíma leikritið Munkana frá Möðruvöllum. Sveitin var stofnuð síðla árs 1982 og var skilgreind sem rokksveit en innihélt engu að síður engan gítarleikara. Meðlimir hennar voru…

Skarr [1] (1982)

Skarr var hljómsveit sem starfaði á Akureyri 1982 en mun ekki hafa spilað opinberlega, ekki er ljóst hverjir skipuðu sveitina aðrir en Ingjaldur Arnþórsson, Hreinn Laufdal og Sigfús Arnþórsson. Hvergi kemur fram hvernig skipan hljóðfæra var í Skarr.