Hreppararnir (1988-89)

Hreppararnir var unglingahljómsveit sem starfaði 1988 og 1989 á Hvammstanga og nágrenni. Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Hrepparana, sveitin hélt dansleik á Hvammstanga vorið 1989 og lék sjálfsagt eitthvað meira opinberlega. Fyrir liggur að Ragnar Karl Ingason var einn meðlima sveitarinnar (hugsanlega gítarleikari og söngvari) en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar sem…

Hippabandið [1] (1981-82)

Hippabandið var hljómsveit sem starfaði innan Héraðsskólans á Reykjum í Hrútafirði snemma á níunda áratug síðustu aldar en sveitin var þó í raun frá Hvammstanga. Hippabandið var líklega stofnuð haustið 1981 sem skólahljómsveit á Reykjum, og voru meðlimir hennar þeir Geir Karlsson gítarleikari, Júlíus Ólafsson söngvari, Eiríkur Einarsson (Eiki Einars) gítarleikari, Ragnar Karl Ingason bassaleikari…

Stúlknakór Grunnskólans á Hvammstanga (1981)

Haustið 1981 söng kór sem kallaður var Stúlknakór Grunnskólans á Hvammstanga á jólaskemmtun í þorpinu en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, s.s. starfstíma, stjórnanda, stærð eða annað – hér með er óskað eftir þeim upplýsingum.

Slagarasveitin (1986-)

Slagarasveitin er hljómsveit sem hefur verið starfrækt frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Upphaflega starfaði hún á Hvammstanga en hefur á síðustu árum gert út frá höfuðborgarsvæðinu, sveitin hefur þó fjarri því starfað samfleytt og áður en meðlimir hennar fóru á fullt skrið aftur var hún í fimmtán ára pásu þar á undan.…

Skólalúðrasveit Hvammstanga (1990)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem kölluð var Skólalúðrasveit Hvammstanga og var starfandi árið 1990. Líklegast er að um sé að ræða hljómsveit með tengingu við Skólahljómsveit Vestur-Húnavatnssýslu sem starfaði fáeinum árum áður undir stjórn Hjálmars Sveinbjörnssonar.

Sandlóurnar (1987-2006)

Sönghópurinn Sandlóur eða Sandlóurnar eins og hann var iðulega kallaður var ekki eiginlegur kór þótt hann tengdist Karlakórnum Lóuþrælnum, um var að ræða sönghóp maka Lóuþrælanna sem oft kom fram ásamt karlakórnum. Vestur-húnvetnski karlakórinn Lóuþrælar hafði verið starfandi í um tvö ár árið 1987 þegar nokkrir makar meðlima kórsins stofnuðu sönghóp sem þær kölluðu Sandlóurnar,…

Tromp (1996-98)

Dúettinn Tromp var eins konar tímabundið verkefni, sett saman fyrir útgáfu einnar plötu. Það var Ragnar Karl Ingason frá Hvammstanga sem fékk snemma árs 1996 til samstarfs við sig sextán ára söngkonu, Hörpu Þorvaldsdóttur einnig frá Hvammstanga. Þar sem Ragnar bjó þá á Blönduósi varð samstarfið ekki samfellt en þau komu þó fram í nokkur…

Samkór Hvammstanga (1989)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um Samkór Hvammstanga aðrar en að hann mun hafa verið starfandi árið 1989 undir stjórn Guðjóns Pálssonar. Frekari upplýsingar um kórinn óskast sendar Glatkistunni.

Næturgalar [3] (1989-2000)

Sönghópurinn Næturgalar var starfræktur á Hvammstanga um árabil. 1999 hafði hópurinn starfað í tíu ár en ekki er ljóst hversu lengi þeir störfuðu eftir það, allavega þó til ársins 2000. Meðlimir Næturgala voru Guðmundur St. Sigurðsson, Karl Sigurgeirsson, Ólafur Jakobsson og Þorbjörn Gíslason.  

Ragnar Björnsson (1926-98)

Ragnar Björnsson orgelleikari og kórstjórnandi kom víða við á tónlistarferli sínum, og eftir liggja plötur sem hafa að geyma orgelleik hans með verkum úr ýmsum áttum. Ragnar fæddist 1926 að Torfustaðahúsum í Húnavatnssýslu en fjölskylda hans fluttist fljótlega að Hvammstanga þar sem eiginlegt tónlistarlegt uppeldi hans hófst, fyrst hjá föður sínum sem var organisti á…

Ecco [2] (um 1980)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi í kringum 1980. Önnur heimild segir að hljómsveit undir þessu nafni hafi verið til á Hvammstanga, ekki liggur fyrir um hvort sömu sveit er að ræða. Sú sveit hafði að geyma Sigurð [?], Gassa [?] og Silla [?] en fleiri gætu hafa verið í henni. Allar upplýsingar…