Iceland Airwaves 2024 brestur á

Iceland Airwaves tónlistarhátíðin er nú í þann mund hefjast í 25. skipti en hátíðin hefur verið hluti af reykvísku tónlistarlífi síðan 1999 þegar hún var haldin í fyrsta sinn í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli. Hátíðin verður sett á morgun, fimmtudag og mun standa fram á sunnudag en fyrstu viðburðirnir eru reyndar á dagskrá strax í dag.…

Hljómsveitakeppni ungra jafnaðarmanna [tónlistarviðburður] (2006-07)

Hljómsveitakeppni ungra jafnaðarmanna (í einhverjum heimildum kölluð hljómsveitakeppni samfylkingarinnar) var haldin tvívegis á fyrsta áratug aldarinnar, vorin 2006 og 2007 í Iðnó. Í fyrra skiptið sigraði hljómsveitin Soundspell en ekki finnast neinar upplýsingar um sigurvegara síðari keppninnar eða jafnvel hvort hún var yfirhöfuð haldin. Einnig vantar allar frekari upplýsingar um þessa hljómsveitakeppni s.s. fjölda þátttökusveita,…

Hljómsveit Iðnó (1938-41)

Hljómsveit var starfrækt á árunum 1938 til 41 undir nafninu Hljómsveit Iðnó en sveitin virðist bæði hafa verið eins konar húshljómsveit Iðnós og um leið leikhússveit Leikfélags Reykjavíkur sem þá hafði aðsetur í húsinu – og lék þá á sýningum leikfélagsins. Hljómsveit Iðnó kom fyrst fram á sjónarsviðið haustið 1938 þegar hún lék á dansleik…

Iceland Airwaves 2023 – Veisla framundan

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves er komin í fullan gang en hún var sett opinberlega í gær, fimmtudag – fyrstu viðburðirnir fóru þó fram á miðvikudaginn. Veislan heldur áfram og meðal þess sem sjá má og heyra í dag og í kvöld má nefna Kira Kira og Heklu í Fríkirkjunni, Sigrúnu Stellu og Gróu í Gamla bíói,…

Iceland Airwaves 2022

Nú styttist í stærstu tónlistarhátíð ársins en Iceland Airwaves hefst formlega á fimmtudaginn og stendur fram á sunnudag. Yfir hundrað viðburðir verða í boði fyrir miðahafa að þessu sinni og fjölmargir Off venue tónleikar úti um allan bæ þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Listasafn Reykjavíkur (Hafnarborg), Iðnó, Fríkirkjan, Gaukurinn, Húrra og…

Tónleikar og útgáfa plötu í tilefni af aldarafmæli Jórunnar Viðar

Jórunn Viðar tónskáld og píanóleikari hefði orðið 100 ára árið 2018, líkt og fullveldið. Af því tilefni munu Erla Dóra Vogler, mezzósópran, og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari, gefa út geisladisk með sönglögum hennar og halda tónleika dreift yfir árið víðs vegar innan landsteinanna sem utan, til að heiðra aldarminningu hennar. Þær Erla Dóra og Eva…

Dagskrá í tilefni aldarminningu Jórunnar Viðar

Nú um nýliðna helgi hófu Erla Dóra Vogler söngkona og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari dagskrá helgaða tónskáldinu Jórunni Viðar en sú dagskrá mun standa yfir næsta árið með fjölda tónleika tileinkaða sönglögum hennar og útsetningum á þjóðlögum, og útgáfu geislaplötu svo dæmi séu nefnd. Tilefnið er aldarminning Jórunnar Viðar en hún fæddist fullveldisárið 1918 og…

Hljómsveit Aage Lorange (1931-61)

Hljómsveit Aage Lorange er án efa ein lífseigasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, a.m.k. hvað óslitna spilamennsku varðar en hún starfaði samfleytt við vinsældir í um þrjátíu ár, á þeim árum léku hljómsveitir sem þessar flest kvöld vikunnar. Sveitin var stofnuð af Aage Lorange (1907-2000) árið 1931 til að leika í Iðnó en upphaflegir meðlimir voru auk…

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar (1958-65)

Hljómsveit Guðmundar Finnbjörnssonar var danshljómsveit af gamla skólanum og lék lengstum gömlu dansana í Þórscafé við mjög góðan orðstír en sveitin var talin ein sú besta í þeim geiranum. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1958 og var að mestu skipuð sömu meðlimum allan tímann, þeir voru Tage Muller píanóleikari, Ásgeir Sverrisson harmonikkuleikari, Jóhannes G.…