Huldumenn (2019-20)

Hljómsveitin Huldumenn starfaði um hríð í kringum 2020 en sveitin var eins konar framhald af Gildrunni eins og liðsmenn hennar sögðu sjálfir, sveitin sendi frá sér eina plötu. Huldumenn komu fram á sjónarsviðið snemma árs 2019 og voru meðlimir sveitarinnar þeir Birgir Haraldsson söngvari og gítarleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Birgir Nielsen trommuleikari, Ingimundur Óskarsson bassaleikari…

Spur [2] (1995-99)

Hljómsveitin Spur var töluvert áberandi á ballmarkaðnum undir lok síðustu aldar en sveitin sendi frá sér tvö lög á safnplötu, þá naut söngkona sveitarinnar töluverðrar athygli þegar hún fór fyrir hönd Íslands í lokakeppni Eurovision en nokkrir síðar þekktir tónlistarmenn skipuðu reyndar þessa sveit auk hennar. Sveitin starfaði hátt í fjögur ár en þó með…

Sixties [2] (1994-2012)

Hljómsveitin Sixties spratt fram á sjónarsviðið um miðbik tíunda áratugar síðustu aldar og sló í gegn með tónlist frá sjöunda áratugnum líkt og Bítlavinafélagið hafði gert nokkrum árum áður. Sixties sendi í kjölfarið frá sér fjölmargar plötur með þessari tónlist en smám saman breyttust áherslurnar m.a. með tilkomu nýrra efnis á prógramminu auk frumsamdra laga,…

Bone China (1992-94)

Hljómsveitin Bone China var efnileg sveit sem lék rokk í anda Jet Black Joe, Dos Pilas og slíkra snemma á tíunda áratugnum. Bona China birtist snemma árs 1993 á öldurhúsum borgarinnar og var dugleg við tónleikahald þann tíma sem hún starfaði. Nokkur lög með sveitinni komu út á safnplötum s.s. Grensunni (Stanslaust stuð), Bandalögum 6:…

Taktík [3] (2007-08)

Ballhljómsveitin Taktík var stofnuð í lok ársins 2007, einungis til að anna eftirspurn á ballmarkaðnum. Meðlimir sveitarinnar voru Einar Ágúst Víðisson söngvari (Skítamórall o.fl.), Eysteinn Eysteinsson trommuleikari (Papar o.fl.), Ingi Valur Grétarsson (Sixites o.fl.) og Ingimundur Óskarsson bassaleikari (Sixties, Dúndurfréttir o.fl.). Sveitin var skammlíf, starfaði eitthvað fram eftir árinu 2008 en hætti svo.

Reggae on ice (1992-99)

Þótt Reggae on ice muni seint skipa sér meðal stærstu hljómsveita íslenskrar poppsögu er þó tvennt sem hennar verður minnst fyrir, annars vegar að vera fyrsta hljómsveitin á Íslandi til að sérhæfa sig í reggí-tónlist, hins vegar fyrir að ala upp af sér tónlistarmennina Matthías Matthíasson og Stefán Örn Gunnlaugsson. Réttast er að tala um…

Farmalls – Efni á plötum

Farmalls – Línudans & sveitasöngvar Útgefandi: Rymur Útgáfunúmer: CD 015 Ár: 1997 1. Kúagerði 2. Bak við lokuð gluggatjöld 3. Alltaf 4. Yfir heiðina 5. Anna Tóta 6. Lífið er 7. Eins og ég er 8. Hún er farin 9. 3 skref 10. Ó, nema ég 11. Sveitaball Flytjendur Jóhann Helgason – söngur Magnús Þór Sigmundsson…

Not correct (1992-93)

Hljómsveitin Not correct var hipparokkssveit úr Hafnarfirðinum sem keppti m.a. í Músíktilraunum 1992. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Gunnar Appleseth söngvari, Eysteinn Eysteinsson trommuleikari (Papar o.fl.), Ingimundur Óskarsson bassaleikari (Reggae on ice, Viking giant show o.fl.), Stefán Gunnlaugsson hljómborðsleikari (Buff, Reggae on ice) og Andrés Gunnlaugsson gítarleikari (Viking giant show, Sixties o.fl.). Allir áttu þeir eftir að…

Yrja (1993-94)

Hljómsveitin Yrja (1993-94) var að mestu skipuð Hafnfirðingum en var stofnuð í kjölfar þess að tvær söngkonur úr Menntaskólanum í Reykjavík, þær Margrét Sigurðardóttir (sem sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna 1992) og Kristbjörg Kari Sólmundardóttir, unnu að árshátíðarlagi fyrir skólann sinn. Til liðs við sig fengu þær Hafnfirðingana í hljómsveitinni Not correct í verkefnið sem vatt upp…