Hrafnaspark [2] (2001-18)

Hrafnaspark var svokallað Django djasstríó en tónlistin er kölluð svo eftir Django Reinhardt sem fyrstur kom fram með þá tegund gítardjass eða sígaunadjass eins og hún er einnig kölluð. Sveitin var stofnuð vorið 2001 á Akureyri upp úr námskeiðum sem hið hollenska Robin Nolan trio hélt þar en þar var áhersla lögð á Django djassinn,…

Hljómsveit Jóhanns Guðmundssonar (2009-10)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Jóhanns Guðmundssonar en hún lék á árshátíð hjá eldri borgurum á Suðurnesjunum í upphafi árs 2010. Hér vantar allar almennar upplýsingar um tilurð sveitarinnar, meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað sem ætti heima í umfjöllun um hana.

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar [1] (1958-63)

Hljómsveit Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík skipar veigamikinn og líklega mjög vanmetinn þátt í íslenskri tónlistarsögu en sveitin var eins konar uppeldishljómsveit fyrir kynslóð sem átti eftir að láta til sín taka í íslensku poppi næstu árin og áratugina á eftir, hér nægir að nefna nöfn eins og Gunnar Þórðarson, Einar Júlíusson, Engilbert Jensen, Rúnar Georgsson,…

Spútnik tríó (um 1957-60)

Hljómsveit sem bar nafnið Spútnik tríó var starfrækt af unglingsdrengjum í Keflavík undir lok sjötta áratugar síðustu aldar og var að einhverju leyti forveri sveita eins og Hljómsveitar Guðmundar Ingólfssonar og jafnvel Hljóma, sveitin var líklega starfandi 1957 eða 58 og gæti jafnvel hafa starfað í einhverri mynd til 1960 en upplýsingar um hana eru…

Frisko [1] (1979-80)

Hljómsveit að nafni Frisko (Frisco / Friskó) starfaði að minnsta kosti á árunum 1979 og 1980, síðarnefnda árið lék sveitin á popphátíð sem haldin var á Reyðarfirði en hún var einmitt starfrækt þar í bæ. Frisko var stofnuð snemma árs 1980 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, meðlimir hennar voru Hannes Sigurðsson trommuleikari,…

Fálkar [2] (2001)

Pöbbabandið Fálkar starfaði í nokkra mánuði árið 2001 og spilaði eitthvað á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Bandið, sem að öllum líkindum var dúett, var skipað þeim Antoni Kröyer hljómborðsleikara og Jóhanni Guðmundssyni gítarleikara [?].

Crystal (1975-91)

Heimildir um hljómsveit sem er ýmist kölluð Crystal, Kristall, Krystal eða ýmsar orðmyndir út frá þeim, eru mjög misvísandi og margar, hér er gengið út frá því að þetta sé allt sama sveitin en óskað er eftir frekari upplýsingum um hana/þær. Fyrstu heimildir um hljómsveit með þessu nafni eru frá haustinu 1975 og þar er…

A Cappella [1] (1993-95)

Sönghópurinn A Cappella starfaði í Keflavík um tveggja og hálfs árs skeið á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Hópurinn sem var kvintett, virðist hafa komið fyrst fram á tónleikum um vorið 1993 og söng opinberlega í fjölmörg skipti næstu árin, bæði í Keflavík en einnig oft á Sólon í Reykjavík. Meðlimir A Cappella voru…

MR kvartett (1952-53)

Veturinn 1952-53 var starfræktur söngkvartett innan Menntaskólans í Reykjavík, meðlimir hans voru Jóhann Guðmundsson, Valdimar Örnólfsson, Árni Björnsson og Ólafur Jens Pétursson en ekki liggja fyrir upplýsingar um raddskipanina. Konráð Bjarnason æfði þá félaga í byrjun en Baldur Kristjánsson tók síðan við því hlutverki, Sigurður Jónsson annaðist yfirleitt undirleik fyrir kvartettinn sem kom fram í…

Bluebirds (1963-66)

Hljómsveit að nafni Bluebirds lék í fjölmörg skipti í klúbbum á Keflavíkurflugvelli á árunum 1963-66. Ekki liggur fyrir hvort sveitin var sett saman sérstaklega fyrir þessi gigg á Vellinum eða hvort um var að ræða aðra sveit sem kallaði sig þessu nafni við þau tækifæri, t.d. Hljómsveit Guðmundur Ingólfssonar úr Keflavík sem skipuð var sömu…

Tryggvi Tryggvason [1] (1909-87)

Söngvarinn Tryggvi Tryggvason var fremur þekktur hér fyrr á árum fyrir söng sinn í útvarpi ásamt félögum sínum, hann kom þó víðar við í sönglist sinni. Tryggvi (Frímann) Tryggvason fæddist 1909 í Gufudal á Barðaströnd en var iðulega kenndur við Kirkjuból, þar sem hann bjó hjá foreldrum sínum og fjölskyldu. Hann lauk kennaranámi og hóf…

Texas two step (1995-97)

Texas two step var kántrísveit sem spilaði nokkuð á öldurhúsum á árunum 1995-97, en sveitin var um tíma eins konar húshljómsveit á Feita dvergnum. Um var að ræða kvartett og voru meðlimir hans Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Kjartan Þórisson trommuleikari, Valgeir [?] söngvari og Jóhann Guðmundsson bassaleikari. Um tíma lék Bandaríkjamaðurinn Denis Miller gítarleikari með sveitinni.

Útlagar [4] (1992-)

Kántrísveitin Útlagar hefur verið starfandi (með stuttum hléum) frá árinu 1992. Sveitin var stofnuð upp úr Crystal en sú sveit hafði verið starfandi um árabil. Rauði þráðurinn í Útlögum hafa verið bræðurnir Árni Helgi gítarleikari og Albert trommuleikari Ingasynir en aðrir hafa komið og farið, ýmist hefur sveitin verið tríó eða kvartett en einnig hafa…

Danshljómsveit Keflavíkur (1958-63)

Fáar og litlar heimildir er að finna um Danshljómsveit Keflavíkur (Hljómsveit Keflavíkur) sem starfaði á árunum í kringum 1960 og eitthvað fram á sjöunda áratuginn, líklega þar til bítlatónlistin skók Keflavík og heiminn allan reyndar. Sveitin starfaði undir stjórn Guðmundar H. Norðdahl frá 1958 og til 1963 að minnsta kosti. Þá voru í sveitinni auk…