Afmælisbörn 29. nóvember 2025

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir fagnar sextíu og eins árs afmæli á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar (1965-2012)

Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson lék með ógrynni hljómsveita alla sína ævi en hann starfrækti jafnframt í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni, þær léku flestar einhvers konar djasstónlist Elstu heimildir um hljómsveit Guðmundar í eigin nafni eru frá því um vorið 1965 en þá lék kvartett hans á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbsins, engar upplýsingar er að…

Hljómsveit Sverris Garðarssonar (um 1947-55 / 1961-62)

Sverrir Garðarsson var fyrst og fremst kunnur fyrir aðkomu sína að félags- og réttindamálum tónlistarmanna, m.a. sem formaður FÍH en hann var einnig lengi starfandi tónlistarmaður og starfrækti hljómsveitir í eigin nafni einkum áður en félagsstörfin tóku yfir. Fyrsta hljómsveit Sverris var í raun skólahljómsveit í gagnfræðideild Austurbæjarskólans þar sem hann var við nám en…

Hljómsveit Sigrúnar Jónsdóttur (1960)

Sigrún Jónsdóttir var meðal þekktustu söngkvenna Íslands á sjötta áratug síðustu aldar og hafði þá sungið stórsmelli á borð við Fjóra káta þresti og Lukta-Gvend Hún hafði um tíma starfað með Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar en þegar sú sveit hætti störfum vorið 1960 varð úr að Sigrún tók við stjórn hljómsveitarinnar af Magnúsi, og hlaut sveitin…

Afmælisbörn 29. nóvember 2024

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir fagnar stórafmæli en hún er sextug á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Hljómsveit Karls Lilliendahl (1958 / 1960-61 / 1964-72)

Gítarleikarinn Karls Lilliendahl var einn fjölmargra sem hófu að starfrækja hljómsveit um og upp úr miðri 20. öldinni en algengt var þá að sveitir væru í nafni hljómsveitarstjórans og að lausráðnir söngvarar syngju með sveitunum um lengri eða skemmri tíma en væru í raun ekki hluti af hljómsveitinni. Karl hafði fyrst verið með skólahljómsveit þegar…

Hljómsveit Jóns Möller (1963 / 1966)

Píanistinn Jón Möller starfrækti tvívegis hljómsveitir í eigin nafni á sjöunda áratug síðustu aldar, reyndar var hann í nokkur skipti með djasstríó einnig en þeim tríóum eru gerð skil í sér umfjöllun undir Tríó Jóns Möller. Sumarið 1963 var Jón með hljómsveit í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll og var að öllum líkindum um tríó að ræða…

Hljómsveit Hauks Morthens (1962-91)

Stórsöngvarinn Haukur Morthens starfrækti hljómsveitir í eigin nafni um árabil, nánast sleitulaust á árunum 1962 til 1991 en hann lést ári síðar. Sveitir hans voru mis stórar og mismunandi eftir verkefninu hverju sinni en honum hélst ótrúlega vel á mannskap og sumir samstarfsmanna hans störfuðu með honum lengi. Haukur Morthens var orðinn vel þekkt nafn…

Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar (1954-64)

Saxófónleikarinn Andrés Ingólfsson starfrækti hljómsveitir í þrígang á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar og segja má að síðasta sveitin hafi skipað sér meðal vinsælustu hljómsveita landsins, hún gaf þó aldrei út plötu. Hljómsveit Andrésar Ingólfssonar hin fyrsta starfaði um eins árs skeið 1954 til 55 en engar upplýsingar er að finna um skipan þeirrar…

Orion [2] (1964-70)

Hljómsveitin Orion var nokkuð sér á báti þann tíma sem hún starfaði síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en hún var nokkuð trú sinni Shadows-stefnu meðan aðrar sveitir breyttust í bítla- og síðan hippasveitir. Sveitin hafði líka þá sérstöðu í bransanum að hún var yfirlýst bindindissveit en slíkt var fátítt í þessum heimi. Sveitin var…

Bergmenn [2] (1996-97)

Djasssveitin Bergmenn starfaði í tvö ár að minnsta kosti, og kom fram m.a. á RúRek djasshátíðinni. Meðlimir þessarar sveitar voru Jón Möller píanóleikari, Ómar Bergmann gítarleikari, Þórir Magnússon trommuleikari og Snorri Kristjánsson bassaleikari. Síðara árið söng Ragnheiður Sigjónsdóttir með Bergmönnum.

Tríó Reynis Sigurðssonar (1960-2014)

Reynir Sigurðsson víbrafónleikari starfrækti fjöldann allan af tríóum allt frá 1960 og fram á annan áratug næstu aldar. Fyrsta tríó Reynis var húshljómsveit í Silfurtunglinu árið 1960, ásamt honum skipuðu Gunnar Guðjónsson gítarleikari og Jón Möller píanóleikari það. Veturinn 1966-67 var Reynir með tríó í Leikhúskjallaranum en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu…

Tríó Jóns Möller (?)

Píanóleikarinn Jón Möller starfrækti í gegnum tíðina nokkur djasstríó í sínu nafni en í öllum tilfellum var um að ræða skammlífar sveitir og á löngu tímabili. Það er fyrst árið 1959, þegar Jón var aðeins tvítugur, sem tríó í hans nafni kemur til sögunnar en svo ekki fyrr en 1977, engar upplýsingar er að hafa…

Hljómsveitir Guðjóns Matthíassonar (1954-78 / 1994 )

Guðjón Matthíasson harmonikkuleikari starfrækti hljómsveitir um árabil en hann var þekktur og virtur innan „gömlu dansa“ samfélagsins og komu út fjölmargar plötur í nafni Guðjóns og sveita hans, hér er fjallað um hljómsveitir hans eftir því sem heimildir liggja fyrir um þær en óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitirnar eftir því sem við á.…

Nóva tríóið (1964-65)

Nóva tríóið (einnig nefnt Nova tríóið) starfaði í Leikhúskjallaranum í eitt ár 1964 og 65. Tríóið var stofnað haustið 1964 og lék um veturinn í kjallaranum og fram á sumar 1965 en meðlimir þess voru Björn Jónsson gítarleikari, Friðrik Theódórsson bassaleikari og Sigurður Guðmundsson píanóleikari. Söngkona með tríóinu var Sigrún Jónsdóttir en Anna Vilhjálms söng…

Hljómsveit Hrafns Pálssonar (1967)

Hljómsveit Hrafns Pálssonar var ekki langlíf en hún starfaði líkast til sumarið 1967 á Röðli. Sveitina skipuðu auk Hrafns, Örn Ármannsson, Jón Möller og Haukur Sighvatsson en Vala Bára Guðmundsdóttir var söngkona sveitarinnar. Ekki liggur ljóst fyrir á hvaða hljóðfæri hver og einn lék í hljómsveitinni. Hrafn mætti aftur með hljómsveit undir eigin nafni 1984 en…

Tónik [1] (1961)

Hljómsveitin Tónik (Tónik kvintett) var stofnuð af Elfari Berg píanóleikara (Lúdó sextett o.fl.) í ársbyrjun 1961. Aðrir meðlimir voru Björn Björnsson trommuleikari, Guðjón Margeirsson bassaleikari, Gunnar Sigurðsson gítarleikari, Jón Möller básúnuleikari og Englendingurinn Cole Porter söngvari. Fyrst um sinn lék sveitin í Vetrargarðinum og síðar víðar en hún var ýmist nefnd Tónik eða Tónik kvintett…