Tríó Jóns Möller (?)

Píanóleikarinn Jón Möller starfrækti í gegnum djasstríó í sínu nafni en í öllum tilfellum var um að ræða skammlífar sveitir og á löngu tímabili.

Það er fyrst árið 1959, þegar Jón var aðeins tvítugur, sem tríó í hans nafni kemur til sögunnar en svo ekki fyrr en 1977, engar upplýsingar er að hafa um hverjir voru með honum í þeim sveitum en 1990 voru þeir Þórður Högnason bassaleikari og Sveinn Óli Jónsson trommuleikari í tríóinu.

2007 var Jón aftur á ferð með tríó og þá voru Guðmundur Steingrímsson trommuleikari og Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari með honum, Vigdís Ásgeirsdóttir söng með því tríói.

Allar frekari upplýsingar um tríó Jóns frá ýmsum tímum óskast sendar Glatkistunni.