Hljómsveit Steingríms Stefánssonar (1978-89)

Hljómsveit Steingríms Stefánssonar á Akureyri starfaði um árabil á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og lék við nokkrar vinsældir á Akureyri og nærsveitum en fór einnig víðar um norðan- og austanvert landið með spilamennsku og jafnvel allt suður til Stöðvarfjarðar. Hljómsveitin var stofnuð árið 1978 af Steingrími Stefánssyni en hann var gamalreyndur reynslubolti úr…

Speni frændi og sifjaspellarnir (1992-94)

Keflvíska hljómsveitin Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði á fyrri hlutu tíunda áratugar síðustu aldar og átti þá eitt lag á safnplötu. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvenær Speni frændi og sifjaspellarnir starfaði nákvæmlega en hún var að minnsta kosti starfrækt frá haustinu 1992 og fram eftir árinu 1993 – lék t.a.m. á tónleikum Óháðu listarhátíðarinnar…

Glæsir (1979-88)

Hljómsveitin Glæsir var húshljómsveit í Glæsibæ um árabil og hefur sjálfsagt leikið þar í um þúsund skipti þann áratug er sveitin starfaði þar en hún sérhæfði sig í gömlu dönsunum og tónlist fyrir fólk komið á miðjan aldur. Sveitin var upphaflega tríó sem Gissur Geirsson setti saman í þessu samhengi, ekki liggur fyrir hverjir skipuðu…

Gallerí (1989-90)

Akureyska hljómsveitin Gallerí var skammlíf sveit en hún starfaði veturinn 1989-90 og var stofnuð upp úr Helenu fögru sem þá hafði verið starfandi um nokkurra ára skeið nyrðra. Meðlimir Gallerís voru þeir Ari Baldursson hljómborðsleikari, Albert Ragnarsson gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari, Geir Rafnsson trommuleikari og Júlíus Guðmundsson söngvari Gallerí starfaði fram á vorið 1990.

Namm (1990-96)

Hljómsveitin Namm frá Akureyri var áberandi í skemmtanalífinu norðan heiða en sveitin var hreinræktuð ballhljómsveit. Hljómsveitin var stofnuð 1990 og framan af voru meðlimir hennar Viðar Garðarsson bassaleikari (Drykkir innbyrðis o.fl.), Karl Petersen trommuleikari (Opus, Na nú na o.fl.), Hlynur Guðmundsson gítarleikari (Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar o.fl.), Sigfús Arnþórsson hljómborðsleikari (Möðruvallamunkarnir o.fl.) og Júlíus Guðmundsson söngvari…

París [1] (1985-86)

Hljómsveitin París starfaði á Akureyri í um tvö ár að minnsta kosti um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Ari Baldursson söngvari og hljómborðsleikari, Ingvar Grétarsson gítarleikari, Júlíus Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Halldór Hauksson trommuleikari. París lék mestmegnis á heimaslóðum og var m.a. húshljómsveit á Hótel KEA um skamman…

Pass [2] (1987-88)

Akureyska hljómsveitin Pass starfaði að minnsta kosti í eitt og hálft ár við lok níunda áratugarins og lék víða á þeim tíma. Pass var stofnuð haustið 1987 en meðlimir sveitarinnar voru þá Þórir Jóhannsson bassaleikari (Kandís o.fl.), Halldór Hauksson trommuleikari (Chaplin, N1+ o.fl.), Jón Elfar Hafsteinsson gítarleikari (Stjórnin o.fl.) og Vilhelm Hallgrímsson hljómborðsleikari, Júlíus Guðmundsson (Namm,…

Pandóra (1988-91)

Keflvíska hljómsveitin Pandóra var áberandi í tónlistarlífi Suðurnesja um 1990 og ól reyndar af sér hljómsveitina Deep Jimi and the Zep Creams sem reyndi fyrir sér á erlendum markaði. Pandóra var stofnuð í Keflavík vorið 1988, fáeinum vikum áður en sveitin tók þátt í Músíktilraunum Tónabæjar og Bylgjunnar. Meðlimir sveitarinnar voru Björn Árnason bassa- og…

Kjarnar (1965-)

Hljómsveitanafnið Kjarnar kemur nokkuð víða við í fjölmiðlum á síðari hluta tuttugustu aldarinnar. Ekki er ljóst út frá heimildum hvort um eina eða fleiri hljómsveitir er að ræða og hér er því haldið opnu. Vitað er um bítlasveit frá Akranesi sem starfandi var haustið 1965 en meðlimir þeirrar sveitar voru á gagnfræðiskóla aldri, þeir voru…