Afmælisbörn 4. nóvember 2025

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Ljóðskáldið Jóhannes (Bjarni Jónasson) úr Kötlum (1899-1972) átti afmæli á þessum degi. Fjöldi tónlistarfólks hefur í gegnum tíðina fært ljóð Jóhannesar í lagaform og gefið út á plötum, þeirra á meðal má nefna Valgeir Guðjónsson sem reyndar á að baki þrjár plötur byggðar á ljóðum hans,…

Afmælisbörn 10. júní 2025

Sex afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og átta ára gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…

Afmælisbörn 10. júní 2024

Sex afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og sjö ára gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…

Afmælisbörn 10. júní 2023

Sex afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og sex ára gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…

Stælar [3] (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt að Laugum í Reykjadal af ungum tónlistarmönnum sem síðar áttu eftir að feta frægðarbrautina í tónlistinni, þar voru á ferð bræðurnir Vilhelm Anton (Villi naglbítur) og Kári Jónssynir og Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi) sem síðar gerðu garðinn frægan í hljómsveitum eins og 200.000 naglbítum og Skálmöld, en ein heimild…

Fífí og Fófó (1970-71)

Hljómsveitin Fífí og Fófó (Fí fí og fó fó) starfaði í fáeina mánuði veturinn 1970 til 71 og lék þá í nokkur skipti á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins, sveitin þótti nokkuð efnileg en starfaði ekki nógu lengi til að vekja verulega athygli. Meðlimir Fífí og Fófó voru þeir Ólafur Sigurðsson bassaleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Hlynur Höskuldsson orgelleikari,…

Gleðitríóið Ásar (1992-93)

Gleðitríóið Ásar frá Akureyri var eins konar undanfari 200.000 naglbíta og reyndar skipuð sömu meðlimum. Sveitin mun hafa verið stofnuð árið 1992 í Glerárskóla á Akureyri og var þá eitthvað fjölmennari en síðar varð, þegar þrír meðlimir hennar voru eftir hlaut sveitin nafnið Gleðitríóið Ásar og voru þeir Vilhelm Anton Jónsson gítarleikari og söngvari, Kári…

Mávarnir (1998-2002)

Pöbbasveitin Mávarnir starfaði í kringum síðustu aldamót, að minnsta kosti á árunum 1998 til 2002. Mávarnir var kvintett og voru meðlimir hans Sveinn Larsson trommuleikari, Kári Jónsson gítarleikari, Pétur Þorsteinsson bassaleikari og Jón Ragnarsson gítarleikari, ekki liggur fyrir hver fimmti mávurinn var en óskað er eftir upplýsingum þess efnis.

Arfi (1969-70)

Arfi var hljómsveit sem stofnuð var 1969 og keppti þá um verslunarmannahelgina í hljómsveitakeppni í Húsafelli. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Jónsson gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari (Stuðmenn o.fl.), Gunnar Jónsson söngvari, Ólafur Sigurðsson bassaleikari (bróðir Þuríðar söngkonu og Gunnþórs bassaleikara í Q4U) og Magnús Halldórsson orgelleikari. Það sama haust var Ólafur bassaleikari rekinn og Tómas…

Mods [1] (1966-68)

Mods (hin fyrri) var bítlasveit, stofnuð um áramótin 1966-67. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Jónsson gítar- og orgelleikari, Kolbeinn Kristinsson gítarleikari, Sigurjón Sighvatsson bassaleikari og Sveinn Larsson trommuleikari, að auki skiptust þeir þrír fyrst töldu á að syngja. Upphaflega mun Jón Kristinsson (bróðir Kolbeins) hafa verið í sveitinni en upplýsingar liggja ekki fyrir um á…

Mods [2] (1969-70)

Hljómsveitin Mods (hin síðari) var stofnuð upp úr annarri hljómsveit, Arfa, haustið 1969. Sú sveit hafði upphaflega verið skipuð þeim Kára Jónssyni gítarleikara (úr Mods hinni fyrri), Gunnari Jónssyni söngvara, Ólafi Sigurðssyni bassaleikara, Ásgeiri Óskarssyni trommuleikara og Magnúsi Halldórssyni orgelleikara. Þegar Ólafur var rekinn úr sveitinni taldi hann sig eiga réttinn á Arfa-nafninu og því…