Haukur Guðlaugsson (1931-2024)

Haukur Guðlaugsson vann mikið starf í þágu íslensks tónlistarlífs, sem hljóðfæraleikari, tónlistarkennari og kórstjórnandi en einnig sem söngmálastjóri þjóðkirkjunnar en þeirri stöðu gegndi hann í ríflega aldarfjórðung. Það var ekki fyrr en á seinni árum sem hann gaf sér tóm til að senda frá sér plötur með orgelleik sínum. Haukur fæddist á Eyrarbakka vorið 1931…

Guðmundur Gauti (1928-77)

Guðmundur Óli Þorláksson, oft nefndur Guðmundur Gauti er líklega einn þekktasti Siglfirðingurinn í íslenskri tónlistarsögu þótt ekki væri hann reyndar innfæddur Siglfirðingur, það var hann sem söng upphaflega lagið Sem lindin tær sem naut mikilla vinsælda hér fyrrum og hefur síðan verið endurgert í nokkur skipti. Guðmundur var einnig þekktur hljómsveitamaður með Gautum og einsöngvari…

Geirharður Valtýsson (1929-2010)

Geirharður Valtýsson (Gerhard Schmidt) setti mikinn svip á tónlistarlíf Siglfirðinga á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar og segja má að hann hafi fær þeim heimsmenninguna beint í æð með starfi sínu nyrðra. Geirharður (Gerhard Walter Schmidt) fæddist í bænum Ronneburg í austanverðu Þýskalandi árið 1929 og nam þar tónlistarfræði sín en hann hafði verið…

Gautar (1955-97)

Hljómsveitina Gauta frá Siglufirði má með réttu telja með langlífustu hljómsveitum Íslandssögunnar en sveitin starfaði á sínum tíma í rúmlega fjóra áratugi og enn lengur ef talinn er með sá tími sem forsprakkar sveitarinnar, bræðurnir Guðmundur Óli og Þórhallur Þorlákssynir störfuðu sem Gautlandsbræður en nafni sveitar þeirra var breytt í Gauta árið 1955 og er…

Karlakórinn Vísir (1923-83)

Karlakórinn Vísir á Siglufirði átti sér langa og merkilega sögu en eftir hann liggja fjölmargar útgáfur sem ná yfir sjötíu ára tímabil. Tónlistarhefðin á Siglufirði hafði til þessa miðast við þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar sem var kunnur um land allt fyrir starf sitt, hann kom einmitt að stofnun kórsins og var síðar gerður að heiðursfélaga…

Guðjón Pálsson (1929-2014)

Ferill Guðjóns Pálssonar píanóleikara frá Vestmannaeyjum telst vægast sagt margbreytilegur og spannar í raun meira og minna alla hans ævi, hann hóf snemma að leika á píanó, var í hljómsveitum, starfrækti hljómsveitir, var undirleikari, organisti, kórastjórnandi og tónlistarkennari víða um land. Guðjón fæddist í Vestmannaeyjum 1929, hann var farinn að leika á píanó um tólf…

Landskórið (1930)

Landskór[ið] var hundrað og fimmtíu manna karlakór sem söng á Alþingishátíðinni 1930. Þessi kór innihélt meðlimi úr kórum innan Sambands íslenskra karlakóra sem þá var nýstofnað. Þessir kórar voru Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Ísafjarðar, Stúdentakórinn (Söngfélag stúdenta), Karlakór KFUM, Karlakórinn Geysir og Karlakórinn Vísir. Sigurður Birkis og Jón Halldórsson önnuðust æfingar og stjórn kórsins. Tveggja laga…