Karlakór Norðfjarðar [2] (1959-68)

Karlakór Norðfjarðar hinn síðari starfaði í um áratug eftir því sem heimildir herma. Kórinn hóf æfingar haustið 1959 og æfði þann vetur en hélt sína fyrstu tónleika vorið 1960. Það var þó ekki fyrr en það sama haust að hann var formlega stofnaður, þá voru um þrír tugir söngfélaga í kórnum. Haraldur Guðmundsson var stjórnandi…

Kannsky (1988-89)

Hljómsveitin Kannsky var frá Neskaupstað og skartaði söngvaranum Einari Ágústi Víðissyni sem síðar átti eftir að syngja með Skítamóral, í Eurovision og miklu víðar. Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvenær sveitin starfaði en sagan segir að Kannsky hafi spilað í sjónvarpsþættinum Á líðandi stundu sem sendur var út 1986, það þýðir að hún hafi verið stofnuð…

Danshljómsveit Svavars Lárussonar (1957)

Danshljómsveit Svavars Lárussonar starfaði að minnsta kosti um nokkurra mánaða skeið sumarið 1957 á Norðfirði en hún var þá fastráðin í nýtt samkomuhús Eskfirðinga, Valhöll sem vígð var um vorið. Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir skipuðu sveitina auk Svavars en hann gæti sjálfur hafa leikið á gítar og jafnvel sungið, hann var þá þekktur…

Rapsodia (1974)

Hljómsveit að nafni Rapsodia var að líkindum starfandi á Austurlandi 1974, hugsanlega á Norðfirði. Allar upplýsingar um þá sveit væru vel þegnar.

Ozon (1990-)

Hljómsveitin Ozon (Ózon) starfaði á Norðfirði, upphaflega meðal nokkurra nemenda í Verkmenntaskóla Austurlands þar í bæ en sveitin var stofnuð árið 1990 upp úr tveimur hljómsveitum, Kannsky og Timburmönnum. Framan af voru það þeir Einar Ágúst Víðisson söngvari og gítarleikari, Daníel Arason hljómborðsleikari, Viðar Guðmundsson bassaleikari, Bjarni F. Ágústsson gítarleikari og söngvari og Marías B.…

Goðgá [1] (1971-72)

Hljómsveitin Goðgá frá Neskaupstað var unglingasveit sem starfaði um tveggja ára skeið. Sveitin var stofnuð á Neskaupstað haustið 1971 og voru í henni upphaflega þeir Þorbjörn Ágúst Erlingsson söngvari, Sigurður Axel Benediktsson trommuleikari, Sverrir Hermannsson bassaleikari og Guðjón Steinþórsson gítarleikari. Veturinn 1971-72 starfaði sveitin eystra en um vorið fluttust þeir félagar til Húsavíkur þaðan sem…

Simphix (1985)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Simphix (einnig ritað Synfix og Simfix), sem starfaði 1985 og að öllum líkindum á Norðfirði en sveitin lék á tónleikum í Egilsbúð þá um haustið. Fyrir liggur að Þorsteinn Norðfjörð Lindbergsson var gítarleikari sveitarinnar en annað er ekki að finna um meðlimi hennar. Sveit…

Svavar Lárusson (1930-2023)

Þótt söngferill Svavars Lárussonar hafi spannað fremur stuttan tíma er hann einn af frumkvöðlum dægurlagatónlistar á Íslandi, en hann varð þeim mun meira áberandi á öðrum sviðum. Norðfirðingurinn Svavar Lárusson (f. 1930) var orðinn nokkuð þekktur söngvari með danshljómsveitum (m.a. með Hljómsveit Gunnars Egilson) þegar honum bauðst vorið 1952 að syngja inn á plötur hjá…

Yukon (1996-97)

Hljómsveitin Yukon starfaði á Neskaupstað 1996 og 97. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar.