Tíbet tabú (1987-88)

Hljómsveitin Tíbet tabú starfaði veturinn 1987-88 en hún innihélt tónlistarmenn sem síðar áttu eftir að vekja mun meiri athygli í íslensku tónlistarlífi. Tveir meðlima hennar, gítarleikarinn Guðmundur Jónsson og trommuleikarinn Magnús Stefánsson, höfðu reyndar gert garðinn frægan með hljómsveitunum Kikk og Utangarðsmönnum en Flosi Þorgeirsson bassaleikari og Jóhannes Eiðsson söngvari höfðu ekki unnið nein stórafrek…

Niður (1992-97)

Hljómsveitin Niður starfaði í nokkur ár á tíunda áratugnum en vakti ekki mikla athygli utan ákveðins hóps tónlistaráhugafólks. Niður var lengi vel pönksveit, hún var stofnuð 1992 og voru meðlimir fyrstu útgáfu hennar Arnar Sævarsson gítarleikari og Jón Júlíus Filippusson söngvari (sem komu úr Sogblettum), Haraldur Ringsted trommuleikari (Rotþróin), Pétur Heiðar Þórðarson gítarleikari (Óþekkt andlit)…

Rauðir fletir (1986-87)

Reykvíska hljómsveitin Rauðir fletir vakti mikla athygli á sínum tíma þegar mikil deyfð var yfir rokksveitum á Íslandi, sveitin hafði háleit markmið, lifði fremur stutt en sendi þó frá sér tvær plötur. Davíð Freyr Traustason hafði verið söngvari í hljómsveitinni Röddinni og fengið nokkra athygli með þeirra sveit þegar hann ásamt Ingólfi Sigurðssyni trommuleikara (SSSól,…

Röddin (1984-86)

Hljómsveitin Röddin var í raun sama sveit og The Voice, sem stofnuð var 1984 en vorið 1986 breytti sveitin um nafn. Hún var þá skipuð þeim Davíð Traustasyni söngvara, Einari Bergi Ármannssyni trommuleikara, Össuri Hafþórssyni bassaleikara og Gunnari Eiríkssyni gítarleikara. Sveitin vann að fjögurra laga plötu sumarið 1986 en hún kom aldrei út, Róbert Alan…

The Voice (1984-86)

Hljómsveitin The Voice var stofnuð 1984 á Seltjarnarnesi. Sveitin vakti fljótlega nokkra athygli og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1985. Hún komst ekki í úrslit keppninnar en þá var sveitin skipuð fimmmenningunum Davíð Traustasyni söngvara, Einari Á. Ármannssyni trommuleikara, Jóhanni Álfþórssyni hljómborðsleikara, Gunnari Eiríkssyni gítarleikara og Össuri Hafþórssyni bassaleikara. Um sumarið spilaði sveitin nokkuð opinberlega,…