Afmælisbörn 27. nóvember 2025

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru sjö talsins í dag: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er sextíu og eins árs gömul í dag. Björg hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, fagnar stórafmæli en hún er fertug á þessum degi,…

Afmælisbörn 27. nóvember 2024

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru sjö talsins í dag: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er sextug og fagnar því stórafmæli í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og níu ára gömul á þessum degi,…

Hljómsveit Birgis Arasonar (1987-90 / 2009-17)

Eyfirðingurinn Birgir Arason hefur tvívegis starfrækt hljómsveitir í eigin nafni á Akureyri og nágrenni en hann hefur jafnframt starfað með fjölmörgum öðrum sveitum á svæðinu. Hljómsveit Birgis Arasonar (hin fyrri) var stofnuð sumarið 1987 og starfaði hún um þriggja ára skeið eða þar til Bandamenn voru stofnaðir upp úr henni árið 1990. Meðlimir hljómsveitar Birgis…

Afmælisbörn 27. nóvember 2023

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru sjö talsins í dag: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og níu ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og átta ára gömul á þessum degi,…

Hafrót (1973-2017)

Það finnast vart lífseigari ballsveitir en hljómsveitin Hafrót sem mun hafa starfað nokkuð samfleytt í yfir fjörutíu ár, reyndar með miklum mannabreytingum – það miklum reyndar að upprunalegu meðlimir sveitarinnar höfðu fyrir löngu síðan yfirgefið hana þegar hún hætti störfum. Reyndar var það svo við upplýsingaöflun þessarar umfjöllunar að efi kom upp að um sömu…

Afmælisbörn 27. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru sjö talsins í dag: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og átta ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og sjö ára gömul á þessum degi,…

Stormar [1] (1963-69 / 1998-2017)

Bítlasveitin Stormar var líklega fyrsta siglfirska hljómsveitin sem eitthvað lét að sér kveða fyrir utan Gauta en sveitin naut mikilla vinsælda fyrir norðan og gerðist reyndar svo fræg að koma suður og leika fyrir Reykvíkinga og nærsveitunga í Glaumbæ. Tvennar sögur fara af því hvenær Stormar voru stofnaðir, heimildir segja bæði 1963 og 64 en…

Smellir [1] (1988-93)

Hljómsveitin Smellir var um nokkurt skeið húshljómsveit í Danshúsinu Glæsibæ og skartaði þá söngvurum eins og Ragnari Bjarnasyni og fleiri þekktum slíkum. Smellir voru fyrst auglýstir í dagblöðum sem húshljómsveit í Danshúsinu árið 1990 en ein heimild hermir að saga sveitarinnar nái alveg aftur til 1988 og miðast þessi umfjöllun um það. Sveitin starfaði lengst…

Gautar (1955-97)

Hljómsveitina Gauta frá Siglufirði má með réttu telja með langlífustu hljómsveitum Íslandssögunnar en sveitin starfaði á sínum tíma í rúmlega fjóra áratugi og enn lengur ef talinn er með sá tími sem forsprakkar sveitarinnar, bræðurnir Guðmundur Óli og Þórhallur Þorlákssynir störfuðu sem Gautlandsbræður en nafni sveitar þeirra var breytt í Gauta árið 1955 og er…

Max [1] (1968-69)

Hljómsveitin Max starfaði á Siglufirði á árunum 1968 og 69 við nokkrar vinsældir þar fyrir norðan. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ólafur Ægisson gítarleikari, Kristján Hauksson gítarleikari, Sverrir Elefsen bassaleikari, Rafn Erlendsson söngvari og trommuleikari og Hjálmar Jónsson orgelleikari. Sá síðast taldi staldrað stutt við í sveitinni. Max tók þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var í…

Vanir menn (1990-2001 / 2008-11)

Það fer ekki mikið fyrir hljómsveitinni Vönum mönnum í íslenskri tónlistarsögu en þessi sveit lék um árabil á dansstöðum borgarinnar auk þess að vera öflug á árshátíðarmarkaðnum, þá komu út nokkur lög með sveitinni á safnplötum. Vanir menn komu fyrst við sögu árið 1990 og virðist hafa spilað nokkuð stopult opinberlega framan af. Sveitina skipuðu…

Danssveitin (1993-96)

Danssveitin lék á dansstöðum bæjarins um nokkurra ára skeið á tíunda áratugnum en sveitin var skipuð reynsluboltum úr danshljómsveitabransanum. Sveitin var oft auglýst undir nafninu Danssveitin og Eva Ásrún [Albertsdóttir] en hún var söngkona sveitarinnar. Aðrir meðlimir voru Bjarni Sveinbjörnsson bassaleikari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Sigurður V. Dagbjartsson söngvari og gítarleikari og Gunnar Jónsson trommuleikari. Danssveitin…