Hljómsveit Jóns Hrólfssonar (1963-84)

Harmonikkuleikarinn Jón Hrólfsson starfrækti hljómsveitir á Raufarhöfn í nokkur skipti og voru þær líklega flestar ef ekki allar það sem flokkast undir harmonikkuhljómsveitir. Jón hafði ungur byrjað að leika fyrir dansi bæði einn og með fleirum en fyrsta hljómsveit hans í eigin nafni starfaði á árunum 1963 til 67 á Raufarhöfn en á þeim tíma…

Söngdívur (1995)

Óskað er eftir upplýsingum um söngkvintett sem starfaði á Raufarhöfn árið 1995 undir nafninu Söngdívur en kvintettinn gæti þá hafa verið starfandi um nokkurn tíma.

Stúlknakór Raufarhafnar (1945-48)

Stúlknakór var starfræktur á Raufarhöfn á síðari hluta fimmta áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1945 til 48 en hugsanlega var hann starfandi lengur. Kórinn bar nafnið Stúlknakór Raufarhafnar en meðal fólks gekk hann undir nafninu Kolbrúnarkórinn, eftir stofnanda kórsins og stjórnanda sem hét Kolbrún en ekki liggur fyrir fullt nafn hennar. Óskað…

Strögl (1985-88)

Hljómsveit sem bar nafnið Strögl starfaði á Raufarhöfn upp úr miðjum níunda áratug síðustu aldar, líklegast á árunum 1985 til 88 – leiðréttingar þ.a.l. má senda Glatkistunni. Meðlimir Strögls voru þeir Halldór Þórólfsson bassaleikari, Einar Sigurðsson söngvari og trommuleikari, og Kristján Guðmundson hljómborðsleikari, einnig mun Víðir Óskarsson hafa verið gítarleikari sveitarinnar um tíma.

Stefán Óskarsson (1963-)

Stefán G. Óskarsson hafði trúbadoramennsku að aukastarfi um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót og sendi þá m.a. frá sér eina plötu með frumsömdu efni. Stefán Guðmundur Óskarsson fæddist 1963 en hann bjó og starfaði á Raufarhöfn framan af, þar hófst trúbadoraferill hans en hann var einkar virkur í félagslífi bæjarins og kom þar…

Sniglar (1968-69)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sniglar var starfandi á Raufarhöfn veturinn 1968-69 en þar starfaði sveitin við Barna- og unglingaskólann. Meðlimir Snigla voru Halli Gvendar [?] gítarleikari, Guðjón Snæbjörnsson gítarleikari og söngvari, Siggi Palla [Sigurður Pálsson?] bassaleikari og Jóndi Guðna [?] trommuleikari, Sævar Geira [?] mun svo hafa tekið við trommunum af þeim síðast talda.…

Skuggar [8] (um 1967)

Um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, líklega 1967 var starfrækt hljómsveit á Raufarhöfn, skipuð ungum meðlimum á barnaskólaaldri, undir nafninu Skuggar. Ekki er víst að þessi sveit hafi komið opinberlega fram. Upplýsingar um Skugga eru afar takmarkaðar og herma heimildir m.a. að Magnús Stefánsson trommuleikari (Utangarðsmenn, Sálin hans Jóns míns o.fl.) hafi stigið sín fyrstu…

Áheyrilegt og vandað gæðapopp

Bjarni Ómar – Enginn vafi Bjarni Ómar Haraldsson LP01 / CD03, 2018     Tónlistarmaðurinn Bjarni Ómar Haraldsson frá Raufarhöfn hefur leikið með fjölda nafntogaðra og minna þekktum sveitum norðan heiða í gegnum tíðina, þeirra á meðal má nefna sveitir eins og Kokkteil / Antik, Þrumugosa, Laugabandið, Þokkalegan mola og Sífrera. Fyrir margt löngu hafði…

Troubles (1969-73)

Hljómsveit sem bar nafnið Troubles var starfrækt á Raufarhöfn á árunum 1967 til 1972. Troubles gerði aðallega út á ballspilamennsku og coverlög þótt sveitin hefði eitthvað frumsamið á prógrammi sínu, þeir félagar spiluðu mestmegnis á heimaslóðum og nærsveitum en fóru líklega víðar yfir sumartímann. Meðlimir sveitarinnar lengst af voru Jóhannes Guðmundsson [?], Stefán Friðgeirsson [?]…

Þaulæfð (um 1955-60)

Hljómsveit var lengi starfandi á Raufarhöfn á sjötta áratug síðustu aldar undir nafninu Þaulæfð eða jafnvel Þaulæfðir. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu lengi sveitin starfaði  en margir höfðu þar viðkomu um lengri eða skemmri tíma. Sveitin lék mestmegnis á heimaslóðum á Sléttu og var vafalaust ómissandi þáttur í skemmtanalífinu á síldarárunum. Staðfest er að Sigurbjörg…