H2O [1] (1987)

Sumarið 1987 lék jasstríó undir nafninu H2O (ekki H20 eins og víða er ritað í heimildum) í fáein skipti á skemmtistaðnum Abracadabra við Laugaveg. Tríóið var skipað þeim Steingrími Guðmundssyni trommuleikara, Birni Thoroddsen gítarleikara og Richard Korn bassaleikara sem allir eru kunnir tónlistarmenn. H2O virðist ekki hafa verið langlíf hljómsveit.

Hljómsveit Guðmundar Steingrímssonar (1965-2012)

Trommuleikarinn Guðmundur Steingrímsson lék með ógrynni hljómsveita alla sína ævi en hann starfrækti jafnframt í nokkur skipti hljómsveitir í eigin nafni, þær léku flestar einhvers konar djasstónlist Elstu heimildir um hljómsveit Guðmundar í eigin nafni eru frá því um vorið 1965 en þá lék kvartett hans á djasskvöldi á vegum Jazzklúbbsins, engar upplýsingar er að…

Head effects (1981)

Hljómsveitin Head effects var eins konar spunarokksveit en hún starfaði um skamma hríð á fyrri hluta ársins 1981. Sveitin hafði í raun orðið til í kringum útgáfu plötunnar Gatan og sólin með Magnúsi Þór Sigmundssyni árið 1980 en hún hafði þá verið stofnuð til að fylgja þeirri plötu eftir – undir nafninu Steini blundur. Eftir…

Steini blundur (1980)

Hljómsveitin Steini blundur var eins konar spunarokksveit sem var sett saman í hljóðveri til að leika inn á plötu Magnúsar Þórs Sigmundssonar, Gatan og sólin sem kom út fyrir jólin 1980. Nafn sveitarinnar var sótt í ljóð Kristjáns frá Djúpalæk en hann hafði samið texta að einhverju leyti fyrir plötuna. Sveitin starfaði um nokkurra vikna…

Gúllíver (1979)

Hljómsveitin Gúllíver (Gulliver) var skammlíf sveit starfandi sumarið 1979 og lék þá um tíma í Klúbbnum. Meðlimir sveitarinnar voru Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari [?], Gústaf Guðmundsson trommuleikari, Bill Gregory [básúnuleikari?], Jóhann Kristinsson [hljómborðsleikari?], Richard Korn bassaleikari [?], Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari og Magnús Baldursson [saxófónleikari?].

Berserkir (1982-83)

Hljómsveitin Berserkir var stofnuð upp úr Start sem klofnaði haustið 1982. Meðlimir sveitarinnar voru Kristján Edelstein hljómborðsleikari, Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari, Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari, Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari og Rúnar Erlingsson bassaleikari. Fljótlega tók Richard Korn við bassaleikarahlutverkinu. Sveitin æfði undir þessu nafni í nokkrar vikur en fljótlega eftir áramót tóku þeir upp nafnið…

Salsa Picante (1995)

Salsasveitin Salsa Picante starfaði árið 1995 og vakti nokkra athygli enda fyrsta sveit sinnar tegundar hérlendis. Sveitin kom fram fullmótuð í febrúar 1995 og gæti því hafa verið stofnuð fyrir áramótin 1994-95, meðlimir hennar voru þá Jón Björgvinsson slagverksleikari og Sigurður Perez Jónsson saxófónleikari sem komu úr Milljónamæringunum, og Sigurður Flosason saxófónleikari, Agnar Már Magnússon…

Deild 1 (1983)

Hljómsveitin Deild 1 hafði gengið undir nafninu Puppets í nokkra mánuði vorið 1983 og gengið þannig undir heilmiklar mannabreytingar þegar Björgvin Gíslason fékk hana til að leika undir á tónleikum til að kynna plötu sína, Örugglega, sem þá var nýkomin út. Niðurstaðan varð sú að Björgvin gekk til liðs við sveitina sem hljómborðs- og gítarleikari,…

Puppets (1983)

Hljómsveitin Puppets var stofnuð í marsbyrjun 1983 í Reykjavík. Í upphafi voru meðlimir hennar Eiríkur Hauksson söngvari og gítarleikari (Start, Þeyr o.fl.) Rúnar Erlingsson bassaleikari (Utangarðsmenn), Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari (Start o.m.fl.) Kristján Edelstein gítarleikari (Chaplin) og Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari (Tappi tíkarrass o.fl.). Þeir Kristján, Rúnar og Oddur heltust þó úr lestinni áður en sveitin spilaði…