Soul deluxe (1993-95)

Soul deluxe var tíu manna hljómsveit frá Akranesi sem sérhæfði sig í soul- og fönktónlist en sveitin hafði auk hefðbundinna hljóðfæraleikara á að skipa blásurum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1993 til 95 og hugsanlega lengur, hún gæti hafa verið stofnuð við Fjölbrautaskóla Vesturlands – að minnsta kosti voru flestir meðlima hennar á…

Draumalandið [1] (1990-96)

Hljómsveitin Draumalandið úr Borgarnesi var starfandi upp úr 1990 og innihélt þá Einar Þór Jóhannsson söngvar og gítarleikara, Lárus Má Hermannsson söngvara og trommuleikara trommuleikara, Pétur Sverrisson söngvara og bassaleikara og Ríkharð Mýrdal Harðarson hljómborðsleikara. Þannig skipuð átti sveitin lög á safnplötunni Landvættarokk árið 1993 og leikur Pétur Hjaltested þar á hljómborð auk Ríkharðs. 1996…

Funkhouse (1991)

Hljómsveitin Funkhouse frá Borgarnesi var starfrækt 1991, sveitin tók það árið þátt í Músíktilraunum en komst þó ekki í úrslit þeirrar keppni. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurdór Guðmundsson bassaleikari, Óskar Viekko Brandsson gítarleikari, Guðveig Anna Eyglóardóttir söngkona og Jón Mýrdal Harðarson trommuleikari. Sveitin virðist ekki hafa starfað lengi eftir Músíktilraunirnar.

Mr. Moon (1994-95)

Funksveitin Mr. Moon frá Akranesi var starfandi 1994 og 95 og átti lag á safnplötunni Sándkurl 2 síðara árið. Meðlimir sveitarinnar voru þá Daði Birgisson hljómborðsleikari, Einar Þór Jóhannsson gítarleikari, Guðmundur Claxton trommuleikari, Davíð Þór Jónsson saxófónleikari, Hrafn Ásgeirsson saxófónleikari, Sigurþór Þorgilsson trompetleikari og Sigurdór Guðmundsson bassaleikari. Nánari upplýsingar var ekki að finna um þessa…

Við erum menn (1990)

Hljómsveitin Við erum menn (úr Borgarnesi) var starfandi 1990 og keppti það vorið í Músíktilraunum Tónabæjar. Sveitina skipuðu þeir Brandur S. Brandsson gítarleikari, Sigmar P. Egilsson söngvari, Baldvin J. Kristinsson hljómborðsleikari, Sigurdór Guðmundsson bassaleikari og Jón M. Harðarson trommuleikari. Sveitin komst ekki í úrslit.