Hrókar [2] (1966-69 / 2009-)

Hljómsveitin Hrókar frá Keflavík starfaði um nokkurra ára skeið á sjöunda áratugnum – frá 1966 og líklega til 1969 en sveitin mun síðan hafa starfað lítt breytt undir nokkrum nöfnum til ársins 1973, sveitin var svo endurreist árið 2009 og hefur starfað nokkuð óslitið síðan þá. Hrókar voru stofnaðir í Gagnfræðaskóla Keflavíkur árið 1966, líklega…

Hljómsveit Stefáns P. (1976-)

Líklega hafa fáar hljómsveitir á Íslandi verið jafn langlífar og Hljómsveit Stefáns P. Þorbergssonar flugmanns en sveit hans hefur starfað nokkuð samfleytt frá árinu 1976 en stopulla síðustu áratugina, hún hefur þó aldrei hætt störfum. Sveitin hefur e.t.v. ekki verið mest áberandi eða vinsælasta hljómsveitin hvað útgefna tónlist varðar en hún hefur þó sent frá…

Hljómsveit Sigurðar Björgvinssonar (1994)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Sigurðar Björgvinssonar en sveit með því nafni lék á þorrablóti alþýðubandalagsins árið 1994 sem haldið var í Kópavogi. Hér er því óskað upplýsinga um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem þykir eiga heima í umfjölluninni.

X-menn (1967)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveitina X-menn sem starfaði á Suðurnesjunum á tímum bítla og blómabarna, hugsanlega í Keflavík. Sveitin var ný af nálinni haustið 1967 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, meðal meðlima hennar voru Sigurður Björgvinsson og Siguróli Geirsson sem voru þeir sem lengst störfuðu með sveitinni, en tíðar mannabreytingar…

Bóluhjálmar (1969-70)

Hljómsveitin Bóluhjálmar vakti nokkra athygli í þá mánuði sem sveitin starfaði á árunum 1969 og 70, aðallega þó fyrir nafngiftina en nafnið varð tilefni skrifa í lesendadálk Morgunblaðsins þar sem það var harðlega gagnrýnt og voru mörg ljót látin þar falla s.s. „öskurapa-hljómsveit“ og „fávitar“. Reyndar gekk það svo langt að einn meðlimur sveitarinnar sá…

Júnó kvintett (1963-66)

Júnó kvintett starfaði í Stykkishólmi á árunum 1963 til 1966, og hugsanlega lengur. Júnó lék einkum á héraðsmótum á heimaslóðum og nágrenni en munu reyndar einnig hafa farið suður til Reykjavíkur og þá leikið t.d. í Glaumbæ. Liðsmenn sveitarinnar voru þeir Sigurður Björgvinsson [?], Friðrik Alexandersson gítarleikari, Jón Svanur Pétursson [?], Ólafur Geir [Þorvarðarson?] saxófónleikari,…

Júbó (1970-72)

Hljómsveitin Júbó var ein af fjölmörgum Keflavíkursveitum sem starfræktar voru á sjöunda og áttunda áratug 20. aldar. Júbó var stofnuð sumarið 1970 upp úr tveimur keflvískum sveitum, annars vegar Júdas sem þá hafði misst Magnús Kjartansson til Trúbrots og hætt í kjölfarið, hins vegar Bóluhjálmum sem einnig hafði hætt um þessar mundir. Eins og glöggir…

Experiment (1970-77)

Hljómsveitin Experiment starfaði í nokkuð langan tíma á áttunda áratug síðustu aldar og höfðu margir viðkomu í þessari danshljómsveit. Reyndar hét sveitin upphaflega Hljómsveit Önnu Vilhjálms, stofnuð vorið 1969 en starfaði aðeins í fáeina mánuði undir því nafni áður en þau breyttu nafni sínu í Experiment árið 1970. Framan af lék sveitin eingöngu fyrir hermenn…

Randver (1974-79)

Hljómsveitin Randver naut vinsælda á áttunda áratug síðustu aldar fyrir skemmtilega texta við lög úr ýmsum áttum. Sveitin var afkastamikil á þeim fimm árum sem hún starfaði og gaf á þeim tíma út þrjár plötur en hvarf að því búnu jafn snögglega og hún birtist upphaflega, í lok áratugarins. Tilurð og langur líftími Randvers var…

Steinblóm [2] (1973-74)

Hljómsveitin Steinblóm (hin önnur í röðinni) starfaði í um eitt og hálft ár um á áttunda áratug liðinnar aldar og gaf út eina litla plötu. Sveitin var stofnuð sumarið 1972 en mun hafa verið eins konar afsprengi hljómsveitanna Júdasar og Jeremíasar, meðlimir hennar voru Skúli Björnsson gítarleikari, Þorsteinn Þorsteinsson söngvari (Jeremías, Trix o.fl.), Hrólfur Gunnarsson…