Steinblóm [2] (1973-74)

Steinblóm 1974

Steinblóm

Hljómsveitin Steinblóm (hin önnur í röðinni) starfaði í um eitt og hálft ár um á áttunda áratug liðinnar aldar og gaf út eina litla plötu.

Sveitin var stofnuð sumarið 1972 en mun hafa verið eins konar afsprengi hljómsveitanna Júdasar og Jeremíasar, meðlimir hennar voru Skúli Björnsson gítarleikari, Þorsteinn Þorsteinsson söngvari (Jeremías, Trix o.fl.), Hrólfur Gunnarsson trommuleikari (Júdas), Finnbogi Kjartansson bassaleikari (Júdas) og Ólafur Jónsson orgelleikari.

Finnbogi og Hrólfur hættu um vorið 1973 og tók Steinblóm nokkurra vikna pásu um það leyti, sveitin starfaði eftir það með hléum og eftir áramótin 1973-74 kom hún aftur fram á sjónarsviðið en með nokkru breyttri liðsskipan, þeir Skúli og Þorsteinn voru þá einir eftir úr gömlu sveitinni en í stað hinna voru komnir þeir Ólafur Kolbeins trommuleikari (Már Elíson hafði einnig eitthvað trommað með sveitinni), Ágúst Birgisson bassaleikari (Sigurður Björgvinsson hafði einnig komið við sögu) og Árni Möller hljómborðsleikari.

Þannig skipuð fór sveitin í nýstofnað hljóðver Hjartar Blöndal og tók upp efni sem kom út um sumarið á tveggja laga plötu. Sveitin starfaði ekki lengi eftir það og í raun lagði hún upp laupana um sama leyti og platan kom út. Hún fékk fremur slaka dóma í fjölmiðlum, mjög slaka í Vísi en sæmilega í Alþýðublaðinu.

Efni á plötum